hérna er texti sem að er úr lagi um 2 ára strákinn minn. þetta lag verður á næstu plötu sem að ber vinnuheitið “Á krossgötum geðveiki og forvitni” og kemur út á næstu mánuðum.

fylgist með…


hey það er það sem snillingar skilja
elska eitthvað meira en sjálfan sig er þar sem byltingar byrja
sakleysi, virðist það fyrsta sem við aflífum
hroka drifið huldulíf mitt hripa á hverri blaðsíðu
hyllandi her tálmynda sem að birtast við gler sjálfsmynda
en það er að sjá þig að brosa sem a kitlar í mér sálina
lífinu svipar til hátíða, ef ég er með þig við leikvöllinn
tærasti tilgangur minn að týna upp eftir þig leikföngin
einu sinni elti pabbi regnboga inní í stormviðri
vaknaði í draugabæ, sem vofa í skýjaborginni
já menn ruglast stundum á erfiði og dramatík
helvíti og paradís, velja rangt hverfi til dvala í
svo dagarnir fara í, að hrista burt af mér drauganna
sakna svefnlausra nátta þar sem þú truflar hjá mér draumanna
vinn án verðlauna, gamlar syndir hirð af mér auranna
syngja stef auðmanna, veröld vildi þyngja skref draumfara
lifa með taugarnar í óvissu sem hinir lif' án
skrifa til að veita ónytjungskenndinni viðnám
finna eitthvað minnir mig á hvernig ég geti unnið styrjaldir
pabbi gleymir stundum að friður finnst ekki undir pilsfaldi
samskiptin virðast undarlegri, jarðvistin virkar kuldalegri
en þá hef ég andlit þitt til að muna eftir
að þetta álag sem að drepur, og þetta ástand sem að hún selur
ekkert ef maður hefur þig að dást að meðan þú sefur

2x
ég vil vera þar, þegar að dagarnir verða dimmir
ég vil vera þar þegar bardagarnir verða grimmir
og þér fatast við sporið, rennur í frostinu
bara til að segja við þig, bjartasti loginn brennur í brjóstinu

langar að sjá þig glaðan, hjálpa þér að blómstra
langar að leyfa þér að njóta alls sem ég kann þó að
vegna nátta sem að var sóað að verma stóla meðal barþjóna
geti ég varla kennt þér að vera nóta meðal falstóna
veit ég á að þjóna sem áttaviti á ferðalagi
veit sjálfur ekki hvaða átt á að fara í til að verða manni
mamma, nóg af rósum handa þér í hennar garði
en stundum er það þannig,lækir fara ekki í réttan farveg
ást sem á til að setjast að hér í öllum hjörtum, dvína bara
getum ekki sungið vögguvísur þínar saman
heima að hátta þig, pabbi var víst að eins seinn að átta sig
á því hann notar konur til að skilgreina sjálfan sig
svo að eftir allt mitt amstur og þó ég myndi glaður
virðist ekki vera mikil afurð til að gefa litli maður
á bara smá tónlist og eitt blað sem ég hef snúið við
og hláturinn þinn, fallegasta lag sem ég hef búið til
guð skjólið sem ég hef flúið til, svo er ég segi við þig,
einu djöflarnir eru eigin syndir, í gegnum spegilmyndir
lítir þú eina óvininn eru tólin mín til að gera jólin fín
taka lykla lífsins og setja í skóinn þinn
segja þér að elta drauminn eða lifann með að vilja ekkert
fá alla heimsins engla til að vera fylgjast með þér
vera öxl handa þér að gráta við, hérna til að láta þig
vita þú ert það eina sem að pabbi elskar meira en sjálfan sig

millikafli 2x