Að semja rímur á íslenksu er ögrun en ekki ógjörningur
Ef þú ert viðvaningur færðu í andlitið minn mið fingur
Tjáningarlist með tunguna að vopni
Þú sigrar mig ekki með monti
Sumum finnst rappið fáránlegt
Segj’aða sé að deyja, en það er varanlegt
Stundum skírt en samt óskiljanlegt
Fatta ekki hvað við heyrum
í þeirri tónlist sem við spilum
Skilja ekki að við erum að rappa
Þegar þau spurja okkur hvað við syngjum
Þarf ekki beint að byrja frá grunni
Ég sæki mína þekkingu úr eigin viskubrunni
Býð bara eftir viðtökunum á frumrauninni minni
Og brenn í skinninu af spennu
Ef ég næ því ekki í fyrstu, þá geri ég það í annarri atrennu
Burtséð frá öllu því, sama hvað viðkemur því
Ég sé til hvað setur í, sambandi við tónlistar alætur
Ríf upp textagerð landsins á rassgatinu og beint á fætur
Hér eru of margar afætur
Ekkert líf endist í því sem hefur engar rætur
Þeir sem rappa í hótunum, eru ekki með á nótunum
Ég kippi undan þeim fótunum í óðagotunum
Ég sé mig koma að þeim standandi á beit í mínum textum
Rapp og Popparar eiga í vandræðum í sínum textagerðum
Aldrei of vel undirbúinn, með einnar línu rímum
Gríp hvaða hugsanir sem er á lofti
áður en þær eru lentar og geri þær að mínum