Halló, Birgir heiti ég. Sorrí, en ég bara get ekki staðið lengur á mér (nú eru sennilega komin um 2-3 ár…) Ég er alls ekki að reyna að vera með einhvern móral, diss eða annað slíkt… en af hverju í ósköpunum eru ((íslenskir)) hiphoparar oft svona metnaðarlausir???? Af hverju í andskota er alltaf talað um bara að semja takta, ekki lög??? „Hei, ég er kominn með geðveikan takt, best að láta hann bara rúlla í 3.30 mín og finna e-n til að rappa e-ð yfir hann og e-n annan til að skratcha fyrir næstsíðasta versið.“ Eins og hip hop getur verið geðveikt finnst mér að fólk sem er að semja eigi að miða, og stefna mun hærra…

p.s. endilega, endilega skrifið e-ð ef þið eruð ósammála eða eruð með aðra hlið á málinu eða hafið e-ð um þetta að segja.

Heil og sæl…