kæri húsbóndi/ gæti verið að þú kannist við mig?/
kannastu við þrælinn sem þú ákvaðst að losa þig við?/
kannastu við andlitið og augun sem þú horfðir djúpt í?/
kannastu við líkið sem þú kastaðir fyrir löngu oní hafið?/
kæri húsbóndi/ gæti verið að þú kannist við mig?/
kannastu við þrælinn sem þú ákvaðst að losa þig við?/
kannastu við andlitið og augun sem þú horfðir djúpt í?/
kannastu við líkið sem þú kastaðir fyrir löngu oní hafið?/

kæri húsbóndi, ég er kominn aftur/
haltur/ en get þó haldið áfram að vinna/
hræðistu mig núna? af hverju? er sjálfsálit þitt minna?/
hræðistu sjálfur afrek og afleiðingar verka þinna?/
horfðu í augun á mér núna og sjáðu sálu mína og allra hinna/
þú sérð mig kannski sem gamlann draug í hefndarhug/
það gæti eitthvað verið til í því við hverju býstu?/
þú skarst af mér hendurnar og hentir mér í sjóinn hjá vitanum/
allslaus það eina sem ég átti var bara til í huganum/
ég átti eitt sinn fjölskyldu/ en hún var tekin af mér/
átti eitt sinn sólskin en það breyttist allt í haglél/
ég var líka manneskja en húsbóndi minn það ekki skildi/
og ég horfði djúpt í augu þín, er ég bað um mildi/
en ég var bara einskis nýtur þræll, vinnuvél/
vildi vel/ en fékk það sama ekki í bakið á mér/
ég bað til guðs á hverjum degi en ekki hjálpaði það neitt/
oft á dag óskaði ég en ekkert varð breytt/
ég vissi svosem um mín örlög en erfitt var sannleikanum að taka/
ég fokking sagði þér áður en ég féll að ég myndi snúa til baka/
núna er komið að þér, þú munt finna fyrir minni reiði/
ég fer ekki burt nema ég fái vígt leiði/
það skaðar þig ekki neitt en ég mun farað eilífu/
annars ég mun ásækja þig hvort sem þú ert vakandi eða í draumum/
þú hefur einn dag til að ákveða svo mun ég komað vitja svara/
þitt handverk, þínar afleiðingar hefndina mun ég ekki spara/