hef ekki póstað hérna síðan að ég var ennþá að reppa timberland boots eins og ekkert væri mikilvægara. hérna er einn texti við lag sem að verður á næstu plötu. njótið…

svo hérna förum við aftur, þú festir mig í álögin
engin paradís til sem hefur ekki þig með ávöxtinn
heltekin af því sem smábörnin vildu nefna ást
skildum við vera fást við drottningu eð' ambátt
dans hennar stigin í logni sem breytist í stormviðri
slysin ske á krossgötum geðveiki og forvitni
ástir hennar tálsýnir sem þetta skáld býr til
glansandi epli reynast vera beiskar máltíðir
finnst ég vera fáviti, endurskilgreining innri martraða
þú ert geðveik, en leikin í því að skjalla mann
gler í innviði hallana, veggir prýddir marmara
engin heyrir óp drauganna sem þú geymir niðrí kjallara
vil sleppa við minningu um þegar ég elskaði hyllingu
lát rigna guð, því skýjaborgir hverfa í rigningu
hérna í myrkrinu, með brotin úr eigin hjarta
engin þú við enda ganganna svo ég sjái hvar púslin eigi að passa
dreymir það bara, þegar mér hlotnaðist blessun því að
vil reyna notast við fegurð þína, skilgreina brotna tilveru mína
kveiki sem flest kerti til þess að bjarga deginum
en veiði en helst hafmeyjur sem að granda fleyinu
allt virðist minna á þig, allir tónar spilast bláir
hver hugsun melódía fyrir brotin til að slá við
sárin lifa í tómum huga, ástarbréf skrifað í nótum huggar
meðan að virðing þín mælist í augngotum ókunnugra

þreyttur á að vona bara og bíða
elska, hata svoná sama tíma
bíða eftir því að hnúarnir hér brotni
reyna muna djöfullinn mun dulbúa sig sem drottning


svo hér er ég, með störu á borðið vera andvaka
sitjandi vitandi, engin svör á botni þessara glasa
sé bara hana, það er ekkert leyndarmál að ég?
bara reyna fá svar hér við spurningum sem hefjst á hvað ef
sakna blossana við borðið, blautu kossanna í stormi
hvernig þú gerðir að lokka fram losta að listformi
fyrir þér, var ég bara staðfesting á eigin ágæti
en einn fátæki þegnin sem setti þig í hásæti
hamingjan hangir í bláþræði,sema á festist ábyrgð
hvílík fáfræði að hengja þessa hálsfesti á þig
sjálfstæði grátið en reistum þetta fangelsi sjálfir
brjálæðið sá víst höll þegar að það elti ástir
merkti sjálft leiðina til baka með gömlum brauðmolum
sömdum sönglög um sanna ást með fölskum söngkonum
svo sefum hana í ró og drepum hana í nótt
þá ævintýraþrá eltir ást sem dvelur bara í bók
gleymum þegar a ópin þín voru fallegasta tónlistin
hrifnæmi kynhvatarinar þegar að sólin skín
brennum ljóðin mín sema ég safnaði hér
veit að það er ekkert sem meitlar steinhjartað í þér
fáðu einhvern annan til að vera fánaberi fegurðar þinnar
er búinn að kynnast hvernig fyrirheitnu löndin eru að innan
hvernig þú brennimerkir þá, eftir á engin eftir sjá
nei takk, getur tekið étið þá þessi epli sjálf

þreyttur á að vona bara og bíða
elska, hata svoná sama tíma
bíða eftir því að hnúarnir hér brotni
reyna muna djöfullinn mun dulbúa sig sem drottning

þreyttur á að vona bara og bíða
elska, hata svoná sama tíma
bíða eftir því að hnúarnir hér brotni
reyna muna djöfullinn mun dulbúa sig sem drottning