Hér kemur textinn sem ég fór með í rímnaflæði og sigraði :)

Við lifum í heimi þar sem draumar eru rengdir/
Trú á manni sjálfum allveg horfin svo mér leiðist/
Draumarnir rengdir/, flengdir/ að lokum hengdir/
Svo að bjarsýni er hvergi/ og framtíðin er engin/
En ég hef löngum legið/ einsamall og hugsað-djúpt /
Um fortíðina og djúpann skurð/ sem aldrei verður þurkaður/
Ég virka laus við áhyggjur en í sál minni er erfitt-líf/
Var alltaf vinalaus einmana og eimdin merkti-mig/
Var erfitt-fífl/, talaði og gat ekki hamið-mig/
Og efþú hefðir mót mælt mér þá hefði ég lamið-þig/
Vantaði athygli/ og sýndi það með leiðindum/
En þurfti svo að feisa það og eimdini seint gleymiru/
Ég reiddist hratt og stundum gekk ég yfir strikið/
Og oft sat ég því einn heima og hugsaði um lífið/
Ég oft hef tendrað mikið-bál-í-rótum-tímanna/
Því ég var bara lítil-sál-stórum-líkama/

Draumar eru eithvað sem að varla þekkist lengur/
það kemur dagur eftir annan dag og þú ert alltaf þreittur/
Ef þú átt draum þá skalltu segja engum frá-því/
Því hlutverk hanns er leyndarmál og framtíðin er falin/
Mig dreymdi eitt sinn draum um að eineltið það stoppaði/
Og ég sagði engum frá því og betri vegur opnaðist/
Og það er eitt sem hefur hjálpað mér í gegnum fortíðina/
Því ef mér líður illa ég stilli á play og hlusta á tónlistina /
Nú er ég orði eldri og er sálarlega kröfuharður/
Lífið mitt er saga og tónlistin er sögumaður/
Ef mér líður illa þá hlusta ég á tónlist /
Þá hverfur vanlíðan og sálin fyllist blómstri/
Sem líka sjálfur og gleymi mér um stundar-korn/
Sem lag og texta lagið hljómar undra-flott/
kannski er það rugl en samt mun ég glaður birta það/
En mér líður vel í dag og því er ég að sygnja lag/

( 2x)
Varst ekki manneskjan sem þorði/ og hafði þolið/
Varst opin/ en sálin brotin/, brostið/ stoltið/ en þú brostir/
Lífið er horfið/, stolti/ troðið/ ofan í tómið/
En óttinn/ heirði ópin/ og loksinns/ ertu hólpinn/

endilega commentið á hvernig ykkur lýst á þetta …
kv. Sveinn Rúna
Vann Rímnaflæði 2008, en hef ekki látið fara neitt fyrir mér í þessum blessaða rapp heimi.. en lifi Evilmind og Arnar Freyr