Fann þetta á tölvunni minni 2 ára gamalt og sendi það inn bara af því bara.




Lífið svo grimmt með sínum fínu hliðum
sýnir að vellíðan fylgir bara góðum vinum
þegar rökkvar smá og einn maður situr
og undrast smá hvað varð af öllum hinum
koma upp slæmu hliðarnar sem við öll forðumst
sem allir finna fyrir en tjá ekki með orðum
ekki þunglyndi, bara svolítil vanlíðan
þú ýtir henni burt og leggur allt-í-það
en stundum verður hún eftir og þig kvelur
sama hvað þú gerir til að láta þér líða betur
þessi illa tilfinning étur þig að innan
og færð þig til að efast um viljann til að lifa
ferð að efast um hvort einhver muni sakna-þín
og finnur ekkert í því sem þér áður fannst gaman-í
en mundu þá vinur að ef ástvinir fá að velja
þá kemur nýr dagur sem fær þig til að gleðjast