ég horfi út um gluggann, á krakkana leika sér/
eitthvað er að eyða-mér, reyni að heyra rétt/
hvað kennarinn segir en það er bara svo erfitt/
svo ég sekk-inn í sekkinn og hverf-inn í skerminn/
hugsanirnar fljótandi, reyni að brjótast-inn/
veit þær eru að prófa-mig svo ég reyni að róa-mig/
get ekki beitt mér rétt, geri allt vitlaust/
ef ég væri hnífur þá væri ég bitlaus/
horfi á vinina, svo lausir við áhyggjur/
finn fyrir ólgu verð að gera eitthvað í málinu/
og eftir bestu, getu ég sest-upp og stend-upp
en konan öskrar sestu og verður sem eldur!/
en heyrnin er engin því ég er í eigin heimi/
og ég leyfisleysi ég reyni leikinn/
hoppa og fæ útrás fyrir þessa líðan/
en á því andartaki er ég rekinn út úr tíma/

[Viðlag]
Óteljandi vandamál sem hafa kvalið mig/
samt á ég ennþá erfitt með að halda athygli/

í gegnum nóttina ég vola í koddann/
því vonda vofan er að horfa að ofan/
raddirnar í hausnum sem að halda mér vakandi/
móðan, það eina sem sannar að ég sé andandi/
í mannlausu húsi en heyri samt í fjölmörgum/
verð að fá að sofna og losa mig úr fjötrunum/
sjúkdómurinn losnar, ég byrja að titra/
allt verður svart og ég drukkna í svita/

[Viðlag]
Óteljandi vandamál sem hafa kvalið mig/
samt á ég ennþá erfitt með að halda athygli/
END OF LINE