Ég get ekki gleymt síðustu stund okkar saman, get ekki gleymt kvöl þinni
seinasta stund okkar saman og eina sem ég gerði var að fella tár á öxl þinni
Hefði getað sagt svo margt en orðin standa eftir ósögð
Fannst ég vera að yfirgefa þig þar sem þú lást ein og ókvödd
Eftir að þú fórst, hugsa ég um þig áhverjum degi og út hvern dag
Bý sjálfur til afsakanir um afhverju ég gerði ekkert en allar afsakanirnar eru úreltar
Afsannaðar, og það eina sem eftirstendur
Er ungur maður fullur saknaðar, að berjast við sína erkifjendur
Skuggar og raddir fortíðarinnar sem hvísla orðum að mér, reyna að brjóta mig niður
Ég öskra að Skugga mínum að fyrirgefning er það eina sem ég bið þig um
En er það er ekki hægt að fyrirgefa, ég veit ekki hvað ég er að spá
Ég þarf þig hér við hlið mér til að þerra tár sem falla niður í eftirsjá
Þögnin hvíslar orðum að mér eilífum ásökunum
Bætir við sársaukann sem felst í mínum sálarkvölum
Draumar mínir deyja út og verða að martröðum
Ég ligg andvaka hverja nótt hugsandi um hvað ég hefði getað sagt en enginn afsökun
Er fyrir þögn minni, Þögnin brýtur mig niður, og byggir múr á milli mín og fyrirgefningar
Og nú er of það of seint að tala þótt ég segi orðin þó ég riti setningar
Ég gæti fyllt út óteljandi tómblöð, skrifað með blóði mínu hafið blóðböð
En það eina sem eftirstendur er tómleikinn og orðin ósögð

Ef ég hefði fjarlægt öll þín æxli, tekið burt þitt krabbamein
Hefðirðu verið viðstödd fæðingu dóttur minnar klippt á hennar naflastreng
Þá hefði ég leitt þig í gegnum lífið ekki gefast upp fara alla leið
Ég er að hníga niður hérna án þín, Því e´g er þreyttur á að standa einn
Bilið milli fæðingu og dauða ku vera hárfint
Sé ég þá möguleika á að fá þig aftur eða er það tálsýn?
Gæturðu þá verið við hlið, huggað mig, þerrað tár mín
Því heilu fljótin falla frá augum mínum þegar ég stend hérna án þín
Og orðin standa eftir ósögð …

Ef ég fengi aðeins eina stund með mér myndi ég ákveða það sem ég myndi segja fyrirfram
Getað þá tekið þennan skugga sem hvílir á öxlum mínum og létt mér birðirnar
Hann þyngir hvert tár mitt, hvert spor mitt með hann í eftirdragi
Hvert spor mitt verður dýpra, ég sekk og með hann sýni ég ekkert kæti
Ég reyni að ganga áfram en alla orku vantar
Ég reyni að berjast eins og hetja en skortir alla mína ofurkrafta
Ég hef reynt að tala við leiði þitt, en er ég þá að tala við þig eða lík oní jörð og kistu
Fara skilaboðin á leiðarenda eða svífa þau á brott út í mistur
Sektarkennd mín setur mig á stall verstu syndasela
En ég geri samt hvað sem er til að ganga þrep forláts en ég fell á milli þrepa
Það stendur stór múr milli mín og fyrirgefningar og ég veit ekki hvort ég komist yfir þetta
Því kannski er ég ekki sá sem hefur leyfið til að fyrirgefa
Hérna án þín finnst mér vera varla heill né hálfur maður
Ég myndi fórna öllum tárunum og reynslunni fyrir einn en dag hjá þér glaður
Og ef ég fengi þig hingað aftur þá myndi ég státa af loforðum
Ég lofa að ég yrði þinn skjöldur þinn og verja þig frá illum vottum og dánarorsökum
Ég myndi opna kistu þína til að tala við þig sjá kistuna opnast oní jörðinni
Ef ég segði þér allt sem liggur á hjarta mínu myndu orðin þá komast yfir þröskuldinn
Færðu einhverntíman orðin sem ég er að reyna að senda
Verð ég að taka þau með mér í gröfina til að þau komist á leiðarenda
Mun ég hitta þig eftir dauða minn verður þá uppgjörið
Verð ég að bíða þangað til til að vera fyrirgefið og fá gefin upp svörin
Ég bíð spenntur þangað til, því ég get ekki fyrirgefið mér þögnina það er of stórt stökk
Og stend einn eftir á brauðfótum…með orðin ósögð

Ef ég hefði fjarlægt öll þín æxli, tekið burt þitt krabbamein
Hefðirðu verið viðstödd fæðingu dóttur minnar klippt á hennar naflastreng
Þá hefði ég leitt þig í gegnum lífið ekki gefast upp fara alla leið
Ég er að hníga niður hérna án þín, Því e´g er þreyttur á að standa einn
Bilið milli fæðingu og dauða ku vera hárfint
Sé ég þá möguleika á að fá þig aftur eða er það tálsýn?
Gæturðu þá verið við hlið, huggað mig, þerrað tár mín
Því heilu fljótin falla frá augum mínum þegar ég stend hérna án þín