Kronik Entertainment og Smirnoff kynna:

Atmosphere og Brother Ali á Tunglinu 9 Ágúst n.k.

Atmosphere hefur undanfarin ár þótt ein allra besta neðanjarðar hiphop hljómsveitin í bransanum enda hefur hún vakið mikla athygli fyrir frábæra sviðsframkomu og snarbeitta texta. Þeir gáfu út nýlega sína fimmtu plötu “When Life Gives You Lemons” sem fór beint í 5 sætið inná sölulista Billboard og voru aðeins, Mariah Carey, Leona Lewis, Flight of the Conchords, and Ashlee Simpson ofar á listanum. Platan seldi samtals 36,526 eintök á sinni fyrstu viku sem þykir frábær árangur á þessum síðustu of verstu tímum í plötusölu og sýnir það kannski best hversu diggan áhangenda hóp hljómsveitin á.

Þetta er í þriðja skiptið sem Atmosphere kemur hingað til lands en þeir komu hingað fyrst árið 2003 og svo aftur 2006. Líkt og fyrir tveim árum þá mun Brother Ali troða upp með þeim en hann er einnig hluti af Rhymesayers útgáfunni, en hún hefur verið ötul við að gefa frá sér frábært efni undanfarin ár.

Það má búast við frábærum tónleikum enda þeir félagar mjög spenntir að koma hingað aftur, því þeir telja Ísland einn af sínum uppáhaldstöðum er kemur að tónleikahaldi.

Upphitun verður tilkynnt síðar, en umboðsaðilar Atmosphere er nú að fara yfir umsóknir frá íslenskum hljómsveitum en þeir munu svo skera úr hvaða tvö bönd fá tækifæri til að hita upp.

Miðasala hefst á midi.is og í verslunum skífunnar Mánudaginn 30 Júní.

Nánari upplýsingar:

www.myspace.com/atmosphere

www.myspace.com/brotherali