Hefur einhverntímann verið haldið einhverskonar spoken word kvöld hér á landi?

Erpur var jú með einhver ljóð á Menningarnótt 2001 sem var síðan gefið út á Rímur & Rapp, ekki satt? Er það ekki eina spoken word “session” sem hefur verið á landinu? Væri eitthver stemming fyrir svoleiðis?

Datt þetta í hug þegar ég heyrði Poetrix flytja ljóðið sitt þann 17. júní. Virkilega flott það sem ég heyrði, en skilaði sér ekki nógu vel þar sem stemmingin var ekki beint að bjóða uppá svona flutning.

Er ekkert endilega að tala um ‘slam poetry’ þar sem menn eru að keppa um stig heldur bara hitting eitt kvöld þar sem listamenn óþekktir og frægir fengju að flytja verkin sín fyrir áhorfendur.

Endilega skjótið inn ykkar áliti og athugasemdum.

(Sent inn á Hip-hop og Ljóð áhugamálin.)