Um daginn voru einhverjir að setja út á Sesar A. Margir brugðust illa við því og sögðu að það ætti ekki að setja út á Sesar A þar sem hann vissi svo mikið um hiphop. Sú ástæða finnst mér ekki neitt voðalega gáfuleg, en ok sætti mig við þetta. En það sem ég á erfitt með að sætta mig við er þegar kannski einhverjir aðilar verja Sesar A og drulla svo yfir Erp. Erpur veit líka mikið um hiphop. Hann er góður rappari, það er ekki spurning. Textar hans eru fyndnir og hann flæðir betur en flestir hér á landi. Fólk dissar Rotweiler allt of mikið. Er það útaf því að þeir eru í spilun í 957? Fyrir mig skiptir engu máli hvort hljómsveit sé í spilun þar eða annarstaðar meðan þeir gera góða tónlist.
Rotweiler diskurinn er magnaður, maður getur nefnt mörg lög á honum sem eru brilliant. Svo hafa þeir fengið athygli og komið fram í Silfri Egils. Það sýnir hversu áhrifamiklir þeir eru hér á landi.
Bottom line, af hverju má dissa erp en ekki bróðir hans?