Sup..
Fyrra verse ið er um stóra bróðir minn, og annað versið er um mig og faðir minn…
Ekkert sérstakur texti, en hann hefur að geyma miklar tilfinningar, og stafsettningarvillur :D
Takk.

——————————————
Þetta mun sko ekki gerast fyrir mig,
Ég hef stjórnina, hætti þegar ég vil,
Byrjaðir á hassi, en færðist útí fleira,
Endaðir á sprautunni, en vantaði samt meira
Fólk byrjar á þeim hugsunum að þetta verði ekkert mál,
En það sekkur miklu dýpra inní hugsa þeirra og sál,
Byrjaði allt með áfengi, það var ekkert hættulegt,
En leiðist útí meira eftir á, og mér var ekki skemt,
En nú ertu komin inní heim og snýrð ekki aftur,
Vona bara helst að ég nái að deyja sáttur,
Ég meina, ekki vill mamma þig, hvað þá pabbi,
Engin vill hafa þig svo ekki skrítið að þi fallir,
Sumt folk kallar þetta veiki, en ég kalla það víti á jörð,
Þetta folk gerir sér ekki grein fyrir hvað neyslan getur verið hörð,
Gáfu þér sénsa en vildir ekki sjá þá,
En í dag gæfiru aleiguna fyrir að fokking fá þá,
En vonandi fer lífið að verða búið,
Því ég veit þú meikar ekki að geta ekki flúið.
Já elsku bróðir minn hættu í dópi,
ég bíð bara eftir símtalinu, þú ert dáinn

viðlag
Eru endalokin komin, ertu að fá að fara,
En þögnin er að æra þig, þú þarfnast svara,
þú reikar um myrkrið, og byrjar að tárast,
Fokk nei, fer lífið ekki að klárast.


Nú kemur annar partur sögunar, sem fáir vita,
Því líf mitt hefur verið fullt af blóð, tárum og svita,
Pabbi minn er alki, og hann er einnig virkur,
Það sem hélt mér gangandi var andlegur styrkur,
Ég þakka hjólabretti, sem var mér alltaf til taks,
Ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði misst það,
Þú varst alltaf fullur, með hjarta fullt af þrá,
Svo þú leitaðir en enga hamingju var að fá,
Svo þú varst reiður og lest það bitna á mér,
Ég gerði þér ekkert, but you don’t realy care,
Svo þetta er mín litla saga gegnum árin,
En plís getur einhver komið og þerrað burtu tárin.

Viðlag
Eru endalokin komin, er ég að fara,
En þögnin er að æra mig, ég þarfnast svara,
Ég reika um myrkrið, og byrja að tárast,
Fokk nei, fer lífið ekki að klárast.


ég vona að þú getir séð öll tárinn,
sem ég hef grátið ofaní öll sárin,
sem þú hefur gefið mér, og kramið hjartað
varst of drukkin, eða var bara alveg sama



Elsku bróðir minn, ég mun alltaf elska þig,
Þó þú sért í neyslu þá ertu ennþá besti vinur minn,
Taktu þér tak, ég veit þú getur það,
Við stígum upp til himna og að eylífu voð verðum þar.
I