One Be Lo til Íslands ofl. Áhugafélagið TFA stendur í ströngu þessa dagana við að skipuleggja glæsilega dagskrá á Vetrarhátíð í Reykjavík 7.-9.febrúar nk. Fyrst ber að nefna sýninguna Ólátagarðurinn sem verður sett á fót annað árið í röð, þar sem listamenn með rætur í graffiti sýna verk sýn. Laugardaginn 9.febrúar verða svo stórtónleikar á skemmtistaðnum Organ, þar sem ekki ómerkari menn en ONE BE LO og DJ Flip stíga á stokk. Fjallað var nánar um viðburðinn og áætlanir TFA í Hiphopþættinum Orð 9.febrúar sl.

Nú eru komnir á vefinn allir Orð þættir síðastliðinna tveggja mánaða og þið getið hlustað á þá undir flokknum “Tónar” og “Orð þættir”(áhiphop.is). Þá er nýjasti þátturinn frá 9.jan líka kominn inn.
Hiphopþátturinn Orð er á dagskrá á Flass 104.5 öll miðvikudagskvöld kl.22-00 í boði Hiphop.is. Stjórnandi þáttarins er Ómar Ómar.

ÁRSLISTI ORÐ VERÐUR FLUTTUR MIÐVIKUDAGINN 23.JANÚAR NK. EKKI MISSA AF ÖLLU ÞVÍ BESTA FRÁ 2007 !!

Þetta er nýtt fréttabréf hiphop.is og tekið þaðan.

En allavega sýnist mér þessi One be lo bara þokkalega góður sko.

en hér er eitt lag með honum af tónleikum hanns: http://www.youtube.com/watch?v=nxR6Uqbf4hc&feature=related

Svo getiði auðvitað hlustað á fleiri lög þarna á youtube.com með honum.

Einhverjir sem ætla á hann eða?