Ok, í gærnótt kom bróðir minn inn í herbergið hjá mér, dálítið æstur og sagði mér að hann hefði verið á röltinu heim, og ákveðið að kíkja aðeins á Paddy's (Bar í Keflavík). Strax og hann labbar inn tekur hann eftir því að það eru allir í símanum, og hann spyr einhvern hvað sé í gangi, honum er sagt að Leoncie sé komin til landsins. Bróðir minn hugsar bara…“wtf? hverjum er ekki drullusama um það”.

Hann fer samt að leita af henni, en sér hana hvergi, bara eina svarta stelpu sem hann hafði aldrei séð áður (Það kannast flest allir við hvern annann í Keflavík, sérstaklega á Paddy's).
Hann spyr einhvern hver þetta er og honum er sagt að þetta sé Beyonce Knowles, og að hún sé þar með sjálfum Jay-Z!!

Þau höfðu komið með einkaþotu, og verið strönduð vegna veðurs, og hringt í næsta hótel og spurt hvar þau gætu horft á amerískan fótbolta.

Mig langaði hinsvegar að vita hvort það sé eitthvað til í þessu, þar sem bróðir minn var pottþétt búinn að fá sér nokkra öllara, þori ég ekki að trúa þessu, fyrr en ég sé þetta í séð&heyrt eða eitthvað. Hefur einhver hugari heyrt eitthvað um málið?
Tölvurnar mínar: NES, 2x SNES, N64, Sega Genesis, Sega Dreamcast, PS1, PS2, GameCube, Gameboy Color, Nintendo DS, Nintendo Wii.