Lífið allt í móðu hér er sé ég það sem enginn skilur
Hugurinn vafrar um og móttekur myrkur sem birtu
En styrkur minn er í því fólginn að flestir
Skilja ekki huga minn og eru því ekki
Að umkringja mig og orðum yfir mig kasta
Því það er bannað að vitleysinga ákalla
Óskrifuð lög samfélagsins segja
Að allir eigi bara að halda kjaft'og þegja
Ekkert pláss fyrir hug minn sem hugsar útfyrir
Kassann og alla sem hugsekkeins og húsdýrið
Fylgja í blindni og allir leiddir til slátrunar
Ég verð því að spyrja og efast um gáfnafar
Og ferðast í myrkri um ótroðnar slóðir
Vertu sæll nú minn faðir og sterk nú mín móðir
Því þó að ég virðist vafra í vesen
Þá mun ég upp brattur standa því ég er
Sá sem að þorir og sá sem ekki þegir
Sá sem frá lífsins ferðalögunum segir
Ég geng nú af stað í mitt stærsta til þessa
Sem skilur kakkalakkana í stjórninni eftir hlessa
Geng hægt áfram og ekkert markvert að gerast
Dreg þig hægt áfram svo þú munir líka ferðast
Myndaðu myndir af landslaginu hérna
Með huga þinn að vopni mun allt nú heppnast
Skógurinn nálgast og hæglyndiskráka
Nær minni athygli og dregur mig áfram
Flýgur um himin sem breyttur er orðinn
Myrkur og illska og glaðlyndið horfið
Er hægt ég nú silast í sjónarhringnum birtist
Kastali sem reyndar virðist vera fyrir
Hátt upp til himna hann stígur af jörðu
Og dregur mína athygli frá öllu öðru
Að lokum ég kem að þessum kastala fornum
Fullan af drungalegum dýflissum og hornum
Geng innum dyrnar og kalla á menn
En ekkert virðist gerast - nei ekkert enn
Þó að stundarfjórðungi síðar stíg'að mér maður
Gráhærður, hokinn og þó mjög svo harður
Hann lítur til mín og inn til minnar sálar
Og með dæmalausri óvirðingu veður hann áfram
Hann skyggnist í myrk horn minna minninga
Sér mig í æsku og þar auk tvo villinga
Þeir gang hægt að mér og martröðina aftur
Upplifi ég er þeir dráp'ana Selmu
Systir mín ung er lífið skjótt missti
Er villingar kátir köstuð'enni yfir
Í dauða sinn og á bláþræði hékk hún
Missti hægt takið og ó bara ef hún
Hefði haft vit á að trúa þessu ekki
Því dauðinn í sál hennar var bara blekking
En trúgjörn og ung hún trúði sínum dauða
Og sjálfkrafa gekk hún dregilinn rauða
Að gullnu hliði og sá ég það gerast
Þó dauði minn haf'ekki komið af efa
Hún gekk um hliðið en ég sneri aftur
Og heimurinn skyndilega varð þá mjög kaldur
Ég aftur nú sneri í kastalann myrka
Til gráhærða mannsins sem nú var aðeins skikkja
Ég skikkjuna tók upp og setti mig á
Og gekk útí óvissu, bara burt frá
Draugum fortíðar sem mig vildu elta
Og ferðalagið þannig of snöggt tók enda
Ég hafði mér ætlað að upplýsa alla
En uppskar aðeins sár til að salta
Ég sner'aldrei aftur, fyrr en gamall og hokinn
Því aðeins þá fór úr mér hrokinn