Hvernig stendur á því að við erum alltaf á förum?
Orð reyna að berjast út, en komast ekki framhjá okkar vörum.
Ég reyni að horfa í augu þin en lýt alltaf undan, horfi niður,
of hræddur að segja eitthvað rangt, eitthvað rétt, nálgast æ orðin en því miður.
Við hittumst, við kysstumst, við þráðum hvort annað,
hví fannst okkurt þetta svo fagurt, svo blítt, samt svo bannað.
Ég vil þetta verði sem fyrr, sjá þitt bros, vita ég er þess virði,
en þannig sem mér líður nú vil ég einhver mig myrði.
Ég veit hvernig þér leið, ég veit ég vermdi aldrei fyrsta sæti,
ég veit þú elskaðir annann mann, en ég vildi engin læti.
Hann var ekki sá rétti, hvernig hann fór með þig, það var allt svo rangt,
ég get ekki skilið hvernig samband ykkar varð svo langt.
Ég man grátbolgin augu, hversu oft þú varst særð,
ég man eftir símtölunum um miðjar nætur er ég fékk enga værð.
En ég var til staðar, ég var alltaf þar, ég var svo öruggur fyrir þig,
það nýsti mig, það pynti mig, en að heyra þína rödd, það var nóg fyrir mig…
Svo hljómfögur, svo tær, ég man hvert sinn er þú hlóst,
ég man hvert sinn þú spurðir mig hvað mér fannst, svarið varð aldrei meir en vandræðalegt hóst.
Ég veit ekki hvað ég get gert né hvað ég get sagt,
ég veit bara að í þig hef ég nú þegar einginlega allt lagt.
Ég hef gengið eftir þér, hlaupið og flogið,
fyrir þig hef ég rænt, svikið og logið.
Ég vil í þig halda, fyrir mér ertu fullkomun, minn fjársjóður, minn fengur,
en ég veit ekki hvort ég geti þetta mikið lengur.
Ég hef fórnað svo miklu af því sem ég er, gert hluti sem aldrei afmást,
ég er bara ekki tilbúinn til að halda áfram með svona einhliða ást.
Ég vil vita hvað gerist í þinum kolli, þínu hjarta, hvað þú eiginlega vilt,
hvað þú vilt frá mér, hvaða þarfir ég get uppfyllt.
Við verðum að geta gert eitthvað, hvað sem það er,
en ég get ekki setið mikið meira, ef þetta heldur áfram ég fer.
Ég sé þumalfingur þína snúast hring eftir hring eftir hring,
ég veit þú veist að fyrir mér var þetta ekki eitthvað helvítis fling.
Ég elskaði þig og dáði, geri enn en get mig ekki um það tjátt.
Ég vil ekki að við skiljum, en ef það gerist, vona það verði í sátt,
Þögnin dregst á langin, það líður framm á nótt,
við getum enn verið vinir, þótt það gerist ekki fljótt.
Ég lýt aftur í augu þín, blóðrauð, þrútin, vot…
áður ég leit í þau og þau slógu mig í rot.
Ég gríp um höfuð mitt og teygi mig, ég veit hvað ég sé, það þori ég um að veðja.
Þetta er augljóst að í augum þínum er tregablandin kveðja.
Ég stend upp, opna munninn, en orðin drepast, þau kafna,
þessi tími var þess virði, minningar eru til að safna.
Mig langar að faðma þig, kveðja, hringja í þig síðar,
hitta þig niðrí bæ með vinum á kaffihúsi, kannski víðar.
En ef þú hringir ekki, hefur ekki samband, gerist ekki fyrir okkur neitt fleirra,
þá er það fyrir víst, við munum ekki sjást neitt meira.
Framtíðin er óljós, minningarnar lifa, tilfinningar ef til vill vakna,
en það er oruggt að ég mun tvímælalaust þín sakna.