Hvað á ég að segja, erfitt að finna réttu orðin
koma rétt fram, leggja spilin niður á borðið
Tjá mig til þín án þess að hljóma illa
eða myndi það bara vináttu okkar spilla ?
Vildi ég gæti vitað hvernig þú hugsar
kannski fyrir þér þá væri þetta ruglað
þvi ég veit það vel að ég vil eitthvað meira
en, ef ég mynd á þetta reyna

þá, gæti ég klúðrað því, sem við köllum vináttu
það myndi svo særa mig, yrði endalaust að ná áttum,
lífið yrði verra, bara fyrir vikið,
því þú veist ekki að ég elska þig svo mikið.
En bara ef, kannski ef þú værir sama hugar,
Ég veit það ekki , en það hlýtur að vera smuga.
Að þú berir tilfinningar, eins og ég til þín,
og þú myndir vera ævinlega mín.

Myndi gera allt til að halda þér,
Ef eitthvað bátar á, þá mun ég vera hér,
Vera þér til staðar, hugga þig og elska þig,
Því þú ert það besta sem komið hefur fyrir mig.

Ég læt á það reyna, segi þér hvernig mér líður,
eins fallega og ég get, ég reyni að vera blíður,
fæ svar frá þér og nú í hjartað mig svíður,
mun elska þig áfram eins og tíminn líður,
ég stíg niður, slekk ljósið, loka hurðinni.
eins langt og ég get, frá veröldinni.
Ég veit vel að ég mun aldrei geta gleymt þér,
Sé ekki lausnina, get allt eins bara drekkt mér.
Kominn bókstafleg á botninn, farinn að vanta súrefni.
Ég mun elska þig og hata þig, ennþá í gröfinni.


Ekki vera of vondir , fyrsti textinn minn og svo kann ég ekkert á þetta system sem þið notið til að splitta textanum upp.