Sup Dogs…
Mig langar að fjalla aðeins um það hvernig hip hop hefur bjarga mínu lifi, á sinn hátt í minni æsku, því hún var ekki neitt til að hrópa húrra fyrir skal ég segja.
Einnig vil ég segja það að ég er ekki fake ass gaur sem segist hafa átt erfiða æsku og rappa um það en hafði það svo allan tíman gott, ég hafði það ekki gott í æsku, en ræðum það ekkert meir .
Ég hef alltaf verið frekar þögull og haldið hlutunum fyrir sjálfan mig, engin vissi að mínum áhyggjum og angist í æsku, því ég lét ekkert á því bera…
Alltaf er ég átti í erffiðleikum þá fór ég eitthvað útí horn og hlustaði á organized Konfusion,N.W.A., Public enemy eða eitthvað sem róaði mig niður.
Hip hop var eiginlega það sem bjargaði mér frá, hreynt út sagt Geðveiki.
Ég var lagður í einelti í æsku, mikið einelti…Og efmér leið illa þá hlustaði ég á hip hop.
Ég var sá eini í öllum helvítis skólanum sem hlustaði á hip hop, gekk í víðum fötum og slíkt, og ég var svo drullaður niður fyrir þetta, en þá fór ég bara og lustaði á Everyday Struggle með Notorius B.I.G. og þá lagaðist allt.
Ég átti enga vini, og þá meina ég enga. Ég átti ekki einu sinni smá félaga, og það var allt því að kenna að ég hlustaði á þessa tónlist og fylgdi þessu…
Ég sat heima hjá mér og límdi myndir af röppurum á veggin minn, og það voru sko engir 50cent og eminem, það voru alvöru rapparar. Ef ég var ekki að taka myndir úr blöðum þá sat í heima í rúmminu mínu með risastór heyrnatól og hlustaði á bassan dynja í hausnum á mér.
Mig langaði alltaf að verða rappari, svo ég byrjaði aðeins að fikta við það að gera mína eigin texta. En eitt sinn sat ég í skólanum með Funkdoobiest í eyrunum að skrifa texta, og þá komu nokkrir svaka fótbolagæjar og tóku bókina sem ég var að skrifa í, ogrifu allt, gjörsamlega allt sem ég hafði verið að vinna að, alla texta, myndir, hugsanir, eftirvæntingar ofl.
Allir vissu að égværi að þessu og allir sríddu mér á þessu.
En svo einn góðan veðurdag kom strákur í víðum fötum og með stóran headfóneá öxlunum,þessu trúði ég nú ekki, ég ákvað því að fara strax til hans og spyrja hann hvernig tónlist hann fýlaði, og hip hop var svarið sem ég fékk….
Ég hef aldrei verið jafn ánægður og þá, og við urðum vinir og hlustuðum á hip hop saman og fleira shit.En hann hættu nu I skolanum eftir 2 ár og flutti eitthvað útí middle of rassgat.
En ég stóð fast á mínu og lét hip hop ið stjórna mínu lífi.

Ég átti aldrei peninga, bara aldrei.Allt hip hop ið mitt var frá bróðir mínum, en það var líka ekkert lítið.
Á afmælinu mínu þá vildi ég alltaf bara einn hlut, og það var einhver diskur frá mömmu og pabba, og svo fór ég útí búð og keypti mér annan disk/kasettu/vynil pötu fyrir peningana frá öðru fólki.
Þessum diskum nauðgaði ég þangað til ég fékk þá næstu
Svona gekk mín æska þangað til ég gerðist það sem kallað er THUG, var alveg sama um allt og hugsaði bara um að vera sem harðastur g lét engan vaða yfir mig og blablabla.
Ég gerði marga vonda hluti því ég var svo mikill thug og gangster, en svo þegar ég var komin oflangt inní leikinn þá var ekki cool að vera THUG lengur, það var abra leiðinlegt en maður gat ekki flúið frá framkvæmdum hlutum.
En svo hlustaði ég á changes með 2pac, og þá einhvernveginn hætti ég bara öllu rugli,það var eins og eitthvað gott hefði komið yfir mig og ég bara hætti.
En hey þið munið……. Only God Can Judge Me

En allavega, mig langaði bara lýsa því aðeins hvað hip hop hefur haft stóran hlut í mínu lífi og óska eftir stórum og skemtilgum kommentum jafnt sem leiðinlegum 
Takk fyrir mig og verði ykkur að góðu. Ást og friður:
-vigg
Lífið er á þrotum, og enginn ætlar að bjarga okkur.