Jæja, hérna kemur
Einn Dag Í Einu Pt.2 eftir snillinginn Dabba T.
Er hreinlega heillaður af þessu lagi og ákvað að skrifa niður textann…
Náði ekki nokkrum setningum, þannig að ef að þið vitið þær, endilega látið mig vita svo ég geti breytt ;)
Allaveganna, frábært og djúpt lag.

Áhrifin gríp’ana
Hugurinn lamaður
Hún hallar sér að veggnum
Ásta mín talaðu!
Heyri eins og kalkaður,
Hún vill ekki stoppa
Allt fyrir kodda, föst oní poka
Haltrandi hopar og ráfar um strætin
Getur ekki talið allt sem hún hræðist
Napurt í veðri, stingur í beinin
30 kíló og götóttur heili
Þráir samt?
Hún er farin í burtu
Og ef að þú átt skammt
Liðast lappir í sundur
En hún vonar’enginn muni særa hana framar
Situr ein útí horni að hlusta á æðarnar kalla
Einn skamt enn, kodda eða ópíum
Og á augnablikinu mundi hún totta fyrir kókinu
Og þráin sem rífur hana á fætur
Leitar eftir skjóli
Skjálfandi í bænum
En hurðirnar lukta
Enginn vill svara
Hárið svo skítugt
Og hendurnar svartar
Æðarnar kalla
Langt ofan orðum
Veit hvert þú getur farið
Þessi staður er vondur
En hún verður að fá
Og hún heillast af hlýju
Á engan pening
Þurfti að borga í blíðu
En hausinn hann öskrar
Ásta, farðu!
Hvort er mikilvægara
Stolt eða skammtur?












Ein hurð er nú opnuð
Ýtt upp af manni
Hugur hans sjúkur
Djöfull í mannsmynd
Hún þráir samt skammtinn
Ræður ekki við það
Einblínir á hann
Stolt ýtt til hliðar
Fylgt inn í íbúð
Maðurinn horfir
Tekur upp poka
Flissar og glottir
Æðarnar kippast
Hún hlustar á ópin
Hún heillast af því sem er hvítara en snjórin
Hann hristir samt hausinn
Losar um beltið
Hún þráir svo pokann að munnurinn eltir
Hann tekur upp seðil
Rúllar í hring
Horfir á ástu sjúga í sig líf
Og hún kippist við það með sjúkt sundraðann heila
Og brosir sínu stærsta með ?
Finnur allar áhyggjur svífa á brott
Allt er svo gott, setur lífið á stopp
Og hún hallar sér aftur
Er hún legst uppí sófann
Í eintómri gleði
Finnur hún hjartað sitt blómstra
Þarf ekki neitt
Því hún elskar svo hvítt
Það er fínt þetta líf
Já það hugsar hún skýrt
En hún finnur samt til
Eins og það vanti ennþá eikkað
Seilast í meira
Því hún verður að breytast
Og púff!
Nú á hún framtíð
Og Púff!
Reddí í partý
Og Púff!
Rökhugsun farin
Dettur út brosandi með blóðugar nasir






Hún var rétt að nálgast 16
Ekki margra vetra
Ekki venjulegur unglingur
Hún hafði margt að fela
Alltaf ljúf alltaf kát
En á mörkum þess að brotna
Hún var ung en það var sárt að líða alltaf svona
En ekki alltaf engill
Hún hafði slæman orðstír
En rektu bara á raddir sem mynda hennar fortíð???
Gekk samt ágætlega að fela þessa áverka
En einelti í skóla
Rispaði sál hennar
Skólagangan erfið
Þó hún hafði metnað
Ekkert heimsk litla stelpan
Bara erfitt með að lesa
Átti heimí lítilli íbuð
Hafði lengi búið þar
Vantaði samt eikkað
Pabbinn löngu stunginn af
Og fyrrverandi mömmunar
Var hennar stærsti óvinur
Og stóra systir hennar
Ástfangin af dópinu
Fjölskyldan að bresta
Svona var þá lífið
Og íbúðin að hverfa
Því innkoman var lítil
Stelpan var viðkvæm
Hrædd við sínar rætur
Átti kærasta í æsku
Sem að barði hana í tætlur
Og langt fram á nætur
Litla stúlkan grætur
Langar bara að sofna
Þurfa ekki að fara á fætur
Og í þessu ástandi
Er erfitt að átta sig
Vissi af systur sinni sem var yfir sig ástfangin
Enda í hennar sporum
Ekki það sem að hún vildi
Með svitaband
Til að fela öróttann úlnliðinn







Sama hvar
Sama hvar þú ert stödd í lífinu
??????
Skiptir engu
Sama hvað
Ég mun alltaf elska þig
Alltaf djúpt í hjarta mínu
Sama í hvaða aðstæðum þú ert
Það verður allt allt í lagi



Hún hrapar hún dettur
Sekkur niður á botninn
Hugur hennar rofinn
Skítugt er nú stoltið
Með svo margt óhreint í sínu pokahorni
Hún getur ekki feisað það hvernig hún er orðin

Með ? í þunglyndi
Með alblóðugar hendurnar
Og sundurskorinn úlniliðinn
Kynntist öllu dópinu hjá fólkinu
Sem hún taldi vini sína
En vildu hana bara í bólinu
Gagnlaus eru orðin
Hún hélt hún gæti sloppið
Reynir að finna viljastyrkinn
En hann er bara horfinn
Stoltið orðið að engu
Og einn dag í einu
Teljast árin sem hún hefur
Þurft að eyða í heimsku

Lífið þitt snýst bara um næsta skammt
Þetta byrjaði svalt en verður meira en bara hass
Hafðu Efni Á Því Sem Þú Segir