Var að sjá grein hérna á mbl.is þar sem þetta segjir:

50 Cent hótar að hætta að gefa út fleiri sólóplötur
Rapparinn 50 Cent hefur hótað að hætta að gefa út sólóplötur ef að næsta plata kappans selst í færri eintökum en nýja plata rapparans Kanye West. „Við skulum leggja allt undir,“ sagði 50 Cent, en báðir rappararnir hyggjast gefa út nýjar plötur á sama degi í næsta mánuði.

50 Cent, sem heitir í raun Curtis Jackson, segir að ef West nái að selja fleiri plötur en hann þá muni hann ekki gefa út fleiri sólóplötur, segir á vef BBC.

Hann sagði í samtali við hip-hop vefsíðuna SOHH.com að hann muni hinsvegar halda áfram samstarfi sínu við aðra tónlistarmenn.

„Ef Kanye West selur fleiri plötur en 50 Cent þann 11. september, þá mun ég hætta að semja tónlist,“ sagði rapparinn.

Það er þó heldur kaldhæðnislegt að 50 Cent hafi viðurkennt að hann og West hafi nýlega unnið saman í upptökuverinu við að þróa tónlistarstefnu rapparans sem kennir sig við hálfan dal.




hvað segjiði um þetta fólk?