Jæja, ég hef ekkert að gera og get ekki sofnað svo ég ákvað að setja bara hérna inn 3 texta eftir mig.
Ekki búast við einverju ótrulegu rími eða frumlegu topic eða álíka, hef bara verið að dunda mér við
þetta en öll gagnrýni er vel þeginn.

Þetta er sem sagt fyrsti textinn sem ég samdi, samdi fyrsta vers, viðlagið og byrjunina á næsta versi og kláraði svo heima löngu seinna.


Nátthrafn

Enn einn dagur, í þessu einkahelvíti/
Vill ekki gefast upp, á hverjum degi ég sjálfan mig píni/
Til að halda áfram, halda áfram og berjast/
Get ekki að því gert að ég er of veikburða til að verjast/
Skuggar sækja á mig, og mínar hugsanir/
Reyni að hugsa skýrt, en minn eigin hugur ruglar mig/
Hvað er rétt og hvað er rangt, hvað ber mér að gera/
Raddir í höfðinu hvísla að mér, láta mig ekki vera
Innri djöflar herja á mig og éta mína sál/
Í mitt hjarta þeir, sínu hatursfræi sá/
Minn ásetning þeir blinda og fylla mig af efa/
Ég verð að þagga niður í þeim ég verð þá að sefa/
Hvað sem að þeir vilja ég verð þeim að gefa/
Ég verð að láta þá hætta, ég verð að drepa/

[Viðlag]
Vakna æpandi, þakinn annara manna blóði/
Hræddur við allt og alla ég hníg niður á gólfið/
Hnipra mig saman og reyni að finna öryggi/
Ég veit um leiðina út, en mig skortir hugrekkið/
Dagur liður, nóttin kemur, ferlið fer í gang/
Vakna og ég veit, að ég gerði eitthvað rangt/
Inni í höfði mér,heyri raddir hlæja og kalla/
ÉG blessa svefnin en, kvíði fyrir því að vakna/

Allsstaðar mæti augum sem að stara á mig og dæma/
Ísköld augnaráð, sem að innann mig upp tæra/
Dag eftir dag, ég held áfram og sjálfan mig blekki/
Með því að ég þurfi engan að, ég varla sjálfan mig þekki/
Lít í kringum mig, í hverju horni leynast verur/
Enginn maður er, allur þar sem hann er séður/
Fullur af ótta, ofsóknaræði tekur yfir mig/
Að enda þetta líf, er það eina sem ég vil/
Læsi mig inni, keðja mig niður, loka augunum/
Reyni að róa mig niður og, gleyma umheiminum/
Vakna á stað, yfirfullum af allskyns ófreskjum/
Áttavilttur, umkringdur af ótal forynjum/
Nær og nær þær koma og ein, við mig talar/
Hún hvíslar einhverju í eyra mér og, ég vakna/
Keðjunar slitnar, ég er laus og útataður í blóði/
Man ekki hvað ég gerði, nóttin er öll í móki/

[Viðlag]

Loksins búinn að safna kjarki, nú mun þetta enda/
Raddirnar hærri en áður að, innann ég er að brenna/
Tekst þó að halda áfram ætlunarverki mínu/
Finn smám saman taka yfir mig, tilfinninguna hlýju/
Tilfinningin sem segir til um eilífan svefn/
Svefn þar sem ég get sofið í friði og ekkert er mér um megn/
Augun lygnast aftur og ég sofna eins og smábarn/
Góða nótt, sofðu rótt, hvíl í friði Nátthrafn/

Svo er það annar texti sem er reyndar svakalega svipaður og þessi fyrri, nema þessum byrjað ég á í líffræðitíma..


Hugarvölundarhús

Ruglingur, er það sem einkennir mitt líf/
Veit ekki hvers er ætlast af mér svo eg bara bíð/
Bíð eftir leiðinni út, bíð eftir hjálparhendi/
Hugur minn er óreiða í, öðru veldi/
Myrkur, þykkur, veggur allt í kring/
Ráfa um og reyni að rata en ég geng í hring(i)/
Allt í kringum mig þessi ósýnilegi múr/
Ég er fangi í eigin hugsunum, kemst ekki út/


Fastur, í eigin hugarvölundarhúsi/
Villtur, vafra um og veit ekki hvar ég er/
Kraftur, sem sogar mig í undirdjúpin/
Trylltur, og það sem hindrar flótta minn er ég/
Fastur, í eigin hugarvölundarhúsi/
Villtur, vafra um og veit ekki hvar ég er/
Kraftur, sem sogar mig í undirdjúpin/
Trylltur, og það sem hindrar flótta minn.
Er/

Ég held áfram og rekst a stíg/
Dimman og tóman stíg, sem að táknar mitt líf/
Svo ég geng, í blindni og ég fylgi leiðinni/
En ég villist bara út af sama hvað ég reyni/
Ég er aftur, umkringdur af algjöru öngþveiti/
Í minni eigin rödd hrópa og kalla ég heyri/
Ekki neitt, skyndilega þögnin tekur yfir/
Og óljós minning um sjálf mitt er það eina sem að lifir/


Fastur, í eigin hugarvölundarhúsi/
Villtur, vafra um og veit ekki hvar ég er/
Kraftur, sem sogar mig í undirdjúpin/
Trylltur, og það sem hindrar flótta minn er ég/
Fastur, í eigin hugarvölundarhúsi/
Villtur, vafra um og veit ekki hvar ég er/
Kraftur, sem sogar mig í undirdjúpin/
Trylltur, og það sem hindrar flótta minn. Er/

Ég, fell niður á hnén og biðst fyrir/
En fæ ekki svar, sama hvað ég bið mikið/
Og ég veit vel að það er enginn til, þarna uppi/
En örvænting, lætur mann taka upp á alls kyns rugli/
Sama hvað, ég reyni finn ég ekki aftur leiðina/
Veit að það er súrt en, ég verð að feisa það/
Að ég ég mun aldrei bjargast héðan, hérna mun ég deyja/
Og þó ég deyji munu raddirnar, aldrei þegja/

Fastur, í eigin hugarvölundarhúsi/
Villtur, vafra um og veit ekki hvar ég er/
Kraftur, sem sogar mig í undirdjúpin/
Trylltur, og það sem hindrar flótta minn er ég/
Fastur, í eigin hugarvölundarhúsi/
Villtur, vafra um og veit ekki hvar ég er/
Kraftur, sem sogar mig í undirdjúpin/
Trylltur, og það sem hindrar flótta minn er ég/

Og svo sá nýjasti sem kom alveg mörgum mánuðum á eftir hinum.


Enginn venjulegur rappari

Í skjóli nætur, fel mig í skuggum eigin herbergis/
Tek blað og penna, hvað vil ég skrifa um? Ég er ekki viss/
Orðin byrja að flæða úr mér, í formi rímna/
Svo yfirnáttúrleg að, aðeins ég skil það/

Eitt á eftir öðru mynda saman eina heild/
Þarf ekki vopn, orðin eru mín herdeild/
Með penna í hægri og blað í vinstri storma ég gegn heiminum/
Og með því veld ég meiri skaða en Satan sjálfan dreymir um/
Fer með rímurnar, jörðin byrjar að titra/
Himininn verður rauður, blóði byrjar að rigna/
Sjórinn ýfist, jörðin hitnar, himnarnir klofna/
Og skilin milli ykkar heims og míns, rofna/
Algjör þögn í stutta stund, ekkert til að heyra/
En þetta er ekki búið, það er miklu miklu meira/
Heilir herir skuggavera byrja að myndast/
Allar leiddar af mér og mínar rímur kyrja/
Lít í kringum mig, á allt það sem ég skapaði/
Glotti og fer með eina rímu enn, nú hefst gamanið/

Ég er enginn venjulegur rappari/
Fyrir þína geðheilsu, færðu að battla-mig/
Engin miskun sýnd, ég læt ykkur kveljast/
Hlustið nú, látum blóðbaðið hefjast/
Dauði og angist einkenna, mína slóð/
Forðaðu þér burt, þetta er ekkert djók/
Engin miskun sýnd, nei ég læt ykkur kveljast/
Hlustið nú, látum blóðbaðið hefjast/

Fólk fellur niður og biður til himna/
Um að bjarga sér burt, en það er ekki að virka/
Sama hvað allir reyna, það, endar alltaf eins/
Kvalafullur dauðdagi, flótti er ei til neins/
Öngþveiti og ofsaskelfing, ekkert skipulag/
Með satanískum rímum færi ykkur dómsdag/
Og fyrir ofan alla þessa óreiðu ég gnæfi/
Flyt minn boðskap illann og ykkur öllum færi/
Sársauka og geðveiki í formi bundna orða/
Kalla fram martraðir með mínum orðaforða/
Að lokum allir heilaþvegnir saman hrópa nafn vort/
Þau tilbiðja öll meistarann, sem að gaf þeim von/
Von um að frelsast burt frá þessum veraldlega heimi/
Og notaði til þess aðferðir, sem að enginn gleymir/
Allir reisa upp hendur og, nýjum konung fagna/
Hans rímur eru eilífar, þær munu aldrei þagna/

Ég er enginn venjulegur rappari/
Fyrir þína geðheilsu, færðu að battla-mig/
Engin miskun sýnd, nei ég læt ykkur kveljast/
Hlustið nú, látum blóðbaðið hefjast/
Dauði og angist einkenna, mína slóð/
Forðaðu þér burt, þetta er ekkert djók/
Engin miskun sýnd, nei ég læt ykkur kveljast/
Hlustið nú, látum blóðbaðið hefjast/

Veit alveg að þetta eru engin meistaraverk eða eitthvað og ekki einu sinni fínpússað en vonandi hafði einhver gaman af þessu og endilega komið með uppbyggjandi gagnrýni…nú eða bara niðurrífandi.

Bætt við 29. maí 2007 - 00:39
ég samdi, samdi fyrsta vers, viðlagið og byrjunina á næsta versi

Hér á sem sagt að koma “í stærðfræðitíma”