Smá uppkast af texta sem ég er ekki kominn einu sinni með nafn á…

án hennar er allt svo tómt og svart/
sit hérna, allt svo hljótt, mér er svo kalt/
sakna hennar meira en orð geta líst/
þessi tilfinning í gegnum mig stingst/
opin sár á sálinni blæðandi/
þessi söknuður er svo bælandi/
loka augunum og fyrir mér hana ég sé/
ljóslifandi standandi fyrir augunum mér/
gyðjan sem hún í raun og veru er/
nístandi sársauki í gegnum hjartað sker/
allt sem að ég á eru þessar tilfinningar/
eina sem ég get haldið í eru þessar minningar/
tíminn líður og ég eldist með hverjum deginum/
sníst í hringi með restinni af heiminum/
vil samt bara stoppa og bíða eftir að hún komi heim/
vil ekki sitja lengur og bíða hér einn/
sit við símann og vona að hún sé að hringja/
að tími sé kominn til að halda áfram að lifa/
hún er samt bara fjarlægur draumur/
draumur sem er fastur inni í hausnum/
draumur um tilfinningu sem er horfin/
tilfinningu sem var tekin út og skotin/
með þessari tilfinningu dóu margar minningar/
án hennar er lífið andlegar pintingar/
tíminn líður og heimurinn siglir hjá/
sit eftir og horfi á heiminn hreifast á ská/
horfi á fjöldann skilja mig eftir og fara burt frá mér/
er einn í heiminum og lífið mitt er eyðisker/
sit einn eftir og eina sem ég á er draumur/
þetta er allt það sem ég fékk að launum/
fyrir að vera ég sjálfur og gera mitt besta/
reyna í annara manna fótspor að feta/