Þessi texti er saminn um ömmu mína sem er að deyja úr alzheimer, veit ekki afhverju ég er að pósta þessu beint en ætli þetta sé ekki mín leið til að fá útrás fyrir sorg og tilfinningar sem að ég get ekkert talað um. Þakka ykkur fyrir að lesa þetta

Áður fyrr varstu til halds og taks fyrir alla/
Varst alltaf til staðar ef einhver þurfti á þér að halda/
Hvers áttu að gjalda?/ Svona er þetta líf

Það voru tímar þegar ég var lítill pjakkur/
Við heiminn smeykur og frekar ragur/
Og þorði ekki að taka mitt fyrsta skref/
Með litlu sláttuvélina og ég um gólfin gekk/
Vildi að ég gæti munað svipinn á mömmu/
er hún kom og ég gekk á móti þeirri gömlu/
Með þér ég tók mitt fyrsta skref inn í lífið/
Finnst það frekar skrýtið/
Að núna sértu á leiðinni frá-mér/
Ég vil alltaf standa við hliðina á-þér/
En sama hvernig þetta fer þá mun minning þín alltaf lifa/
Í hjarta mér er mynd af þér brennimerkt til lífstíðar/

Tímar án áhyggja, vandræða og veikinda/
Guð kom eins þruma úr heiðskýru lofti og sveik’itta/
Ég vil bara fá að segja takk fyrir allt/
vil fá að þakka fyrir mig þúsund falt/
ég veit að þú munt horfa niður á mig af himnum/
Passa mig og vernda mig fyrir syndum/
því heimurinn er ljótur staður fyrir dreng eins og mig/
þú munt passa mig og ég mun ávalt hugsa um þig/
síðan á endanum mun minn tími koma/
til að leggjast niður og fara að sofa/
þá mun ég svífa upp og hitta þig á ný/
og saman við munum finna okkur lítið ský/
og rifja upp gamla tíma á nýjan leik/
og allt mun verða aftur allveg eins/
En sama hvernig þetta fer þá mun minning þín alltaf lifa/
Í hjarta mér er mynd af þér brennimerkt til lífstíðar/

Áður fyrr varstu til halds og taks fyrir alla/
Varst alltaf til staðar ef einhver þurfti á þér að halda/
Hvers áttu að gjalda?/ Svona er þetta líf/

Heimurinn er ekki samur án þín/
en þú munt alltaf vera amma mín/
ég er þakklátur fyrir tíman sem ég fékk/
til að njóta með þér og hafa þig hér/
mun líta upp og horfa fram á veginn/
því þú munt svífa með mér sem lítill engill/
halda í hendina á mér líkt og þú gerðir forðum daga/
og ég lofa að passa upp á hann afa/
Ég lofa að vera sterkur og líta upp til himna/
hugsa um þig og fyrir þér byðja/
En sama hvernig þetta fer þá mun minning þín alltaf lifa/
Í hjarta mér er mynd af þér brennimerkt til lífstíðar/

X2
Áður fyrr varstu til halds og taks fyrir alla/
Varst alltaf til staðar ef einhver þurfti á þér að halda/
Hvers áttu að gjalda?/ Svona er þetta líf/