Ókláraður texti, vildi bara fá gagnrýni ;)




Úr líkama mínum stígur upp lítil ung stúlka/
Ekki orðin 17 ára, en endaði líf sitt með skelfingu/
Hún tók ekki líf sitt heldur endaði hann þetta/
Hún var myrt, eftir dauðaóskina langþráða fékk uppfyllta/
Ljóshærða stúlkan horfði svo til baka/
Á allt sem hafði komið fyrir,/ skeð á þessum árum/
Hún hafði aðeins einum manni lífi sínu að þakka/
En vitstola gekk hún á líf sem endaði í tárum/
Ekkert átti hún til að óttast mikið meira/
Orð hennar ummynduð, hafði lítið til að segja/
Gafst upp á lífinu, en hann áfram hana keyrði/
Spurningar sem vöknuðu, virtust vera fleiri/
Þróttlaus hélt hún áfram í von um mikið betra líf/
Nýtt sem gæti fengið hana til að segja: „ég aftur sný“/
En þar sem hann byrjaði á að særa hana/
Fór hún, og hóf þá aftur löngu ferðina/


Greitt gekk hún, sporin eltu hennar skósóla/
Óendanlegur stígur sem gera fæturna máttlausa/
Hvað gerði hún til að eiga allt þetta skilið?/
Ekki drap hún manneskju, var hún bara alla tíð fyrir?/


Elsku litli bróðir, viltu fyrirgefa mér?/
Ég gafst upp á lífinu, ég gat bara ekki meir/
Ég vona að þér eigi aldrei eftir að líða svona/
Í höndum englanna verð ég bara að vona/
Fyrirgefðu hvað ég talaði lítið við þig/
Ég vona að þú vitir að þú áttir það ekki skilið/
Í sjálfri minni heimsku og blindni gagnvart ástúð/
Ég hætti að hugsa rökrétt, og varð ónæm fyrir alúð/
Fyrirgefðu mér elsku mamma, ég hataði þig/
En áttaði mig aldrei á því hvað þú elskaðir mig/
Ég hætti að sjá raunveruleikann í eigin svartnætti/
Og byrlaði mér eitri, eitri sem líktist ástinni/


Greitt gekk hún, sporin eltu hennar skósóla/
Óendanlegur stígur sem gera fæturna máttlausa/
Hvað gerði hún til að eiga allt þetta skilið?/
Ekki drap hún manneskju, var hún bara alla tíð fyrir?/


-K.









Bætt við 11. desember 2006 - 18:42
Byrjunin á að vera svona:

Úr líkama mínum stígur upp lítil ung stúlka/
Hún tók ekki líf sitt heldur endaði hann þetta/
Ekki orðin 17 ára, en endaði líf sitt með skelfingu/
Hún var myrt, eftir dauðaóskina langþráða fékk uppfyllta/