Sælt veri fólkið.
Ég ætla aðeins að tjá mig um hvað mér finnst um rapp (Þið þurfið ekki að óttast neitt skítkast á rapp, ég er sjálfur rapp aðdáandi)

Já, ég hef lengst af hlustað á rokk/metall og líkað vel en ég hef alltaf haft gaman af rappi sem hefur texta sem innihalda eitthvað.

Ég hef verið mikill aðdáandi XXX rottwielerhunda frá upphafi þótt ég hafi ekki neitt hlustað á þá í svona 3-4 ár þá byrjaði ég á því aftur þegar ég sá þá live um daginn.

Síðann er það þetta iðnaðarframleidda rapp. Sjálfur skil ég ekki hvað fólk sér við þetta. Nú er ég að tala um þetta stríó týpu svarta rapp, svartur náungi og einhver slatti af fáklæddum og vel útlítandi konum í kringum hann.

En já, svo ég haldi mig við efnið, íslenkt rapp hefur alltaf verið í uppáhaldi, Sveittir Gangaverðir, Steindi jr., Dóri Dna og fleiri standa fyrir sínu.
Ég hef einnig hlustað á hljómsveitr einss og Bloohound Gang g Limp Bizkit og vel ´líkað, en ekki mikið hlustað á þær fyrr en ég byrjaði aftur á rappinu (eftir Bloodhound Gang tónleikana)

Síðan er það Eminem. Þessi maður er snillingur að mínu mati. Ég hef lesið mér til um ævi kappans, það sem hann hefur þurft að þola, vá…
Og hann skrifar um þetta í texta sína af mikilli snilld (reyndar er encore platan ekki það góð, en hinar 3 sem á undan komu eru allar meistaraverk).


En nú spyr ég ykkur, hvernig rapp er í uppáhaldi hjá ykkur?

(Og að lokum vil ég benda á, þvílík snilld er að djamma við hip hop.)
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“