Hræðslan tekur völdin, tíminn tekur á flug/
Niðurnídd er lífsins höllin, inn í henni er kul/
Ég hélt ég gæti haldið áfram lífsins leið á/
En vegir láu þannig, lífið bægði mér frá/
Hélt inn í myrkrið þar sem ómögulegt var að sjá/
Enga hlýju, enga samúð, enga miskunn var að fá/
Þegar ljósið birtist loksins, sál mín farin að hrörna/
Engin leið til endurbóta, ekkert til að stöðva/
Þrjóskan í mér hélt aftur á tortímingu minni/
Þú færðir mér aftur lífið, gafst mér af sálu þinni/
Myrkrið tók að breytast í eilífðinnar ljós/
Röddin farin var að hljóma, Nú umvafði mig skjól/
Skjól sem fékk mig til að hætta að hræðast/
Hræðast lífið og þess vandamál að villast af leið/
Og ég spurði sjálfa mig að því hvað ég væri að græða?/
Ég hugsaði smá stund, en svarið beið og beið/



Svo loks fann ég það sem ætíð hef verið að leita’að/
Svarið við merku spurningunni og meira en það/
Því í myrkrinu sá ég ljósið sem var enginn annar en þú/
Dróst mig upp á yfirborðið, gafst mér aftur trú/
Ég sá þó ekki hluti sem þú gerðir fyrir mig/
Fyrr en ég fór virkilega mikið að stól’á þig/
Fyrr en þú byrjaðir að halda hendi mína í/
Þá fyrst sá ég vandamálin fyrir bý/

-kristjana


ókláraður texti, þarf að setja hann hingað :) Endilega gagnrýnið, svo ég geti lagað hann þá á meðan ég er að klára hann :)