Ákvað a senda inn einn texta eftir mig sem ég er vonandi að fara að taka upp bráðum. Heiti Gunni og hef sent eikkera tvo texta eða eikka. Annars , komment mjög vel þegin.

Takk fyrir.



//Verse1//

Hann var nýorðinn átján, kominn með bílprófið/
Ágætlega hraustur og stundaði íþróttir/
Hafði góða menntun og lærði af krafti/
Átti marga vini og þekkti mörg andlit/
Gat verið örvandi, skein alltaf í sólinni/
En æskan var dimm, hann var óvirkur dópisti/
Fór eittsinn í meðferð og náði-að-hreinsa-sig/
Elskaði samt dópið og ástin-var-heillandi/
En hann vissi samt alveg að gullið var eitrað/
Hann flutti að heiman, og horfin var streitan/
Byrjaði nýtt líf, laus við öll sín vandamál/
Vildi ekki lifa einn svo að hann fann aðra-sál/
En þessi sál hún var eitruð og full af efnum/
Heilinn var skemmdur og hann sá það í verkum/
Áhrifin skullu á hann og hann féll fyrir fíkninni/
En innra meðsér heyrði hann “ Hva ertu að gera við lífið þitt! ”

//Viðlag//x2

Horfir til himins,en horfir einhver til baka/
Leiðin til himnaríkis er einföld en fáir sem að rata/
Biður bæna til Guðs um að láta þig ekki glatast/
Spyrð spurninga um lífið og leitar svo svara/

//Verse2//

Foreldrarnir hræddir, hvað var a verða um strákinn/
En hann hugsaði aðeins um að fá meiri áhrif/
öll önnur álit, lét hann sem hann heyrð'ekki/
Allir vinirnir farnir og hann lagður í einelti/
Aldrei aftur í partý því að vinsældirnar hurfu/
Hendurnar skulfu og augun voru kulnuð/
Líflausar hugsanir reikuðu um hug hans/
og hann gat ekki hugsað því að þunglyndið bugar/
Varð að redda aurum því að hann skuldaði pening/
Redda fleiri skömmtun og fá meiri gleði/
Komast í sælu og sleppa frá leiðindum/
Sleppa frá áhyggjum, slökkva á heiminum/
Dópa að eilífu, en borga fyrst skuldirnar/
Fann íbúðarhús og hann opnaði hurðina/
leitaði að aurum, og rústaði herbergjum/
en í sona greni er auðvelt að brenna sig á eldinum/
fann stíng sem að hræddi þessa dauðu-sál/
og missti meðvitund er hann stakk sig á smitaðri sprautu-nál/

//Viðlag//x2

Horfir til himins,en horfir einhver til baka/
Leiðin til himnaríkis er einföld en fáir sem að rata/
Biður bæna til Guðs um að láta þig ekki glatast/
Spyrð spurninga um lífið og leitar svo svara/

//Verse3//

Hjartað á hundrað, hugsanir á hraðferð/
Strákurinn undrast, var þetta skaðlegt?/
Hva var að gerast, var heimur hans að hrynja/
Hvar myndi þetta enda, hvar hafði þetta byrjað/
Spurningar kvikna, en svörin voru ekki til staðar/
Gat ekki leitað hjálpar, gat ekki talað við aðra/
Munnurinn þungur og veruleikinn svo brenglaður/
Taugarnar á milljón en hann mátti ekki streitast um/
Heyrir fjölskylduna hvísla, andaðu andaðu/
Heyrir raddir í læknum, vaknaðu vaknaðu/
Opnar þá augun, liggjandi á mjúkkri dýnu/
Vissi að hann hefði aldrei átt að fara í vímu/
Vildi losna við streituna og þungann á herðunum/
Og hvernig átti hann að borga fyrir skemmdunum/
Vildi fara til baka, losna við þetta súra líf/
Fjölskyldan aftengdi tækin og sá um að ljúka því/

//Viðlag//x2

Horfir til himins,en horfir einhver til baka/
Leiðin til himnaríkis er einföld en fáir sem að rata/
Biður bæna til Guðs um að láta þig ekki glatast/
Spyrð spurninga um lífið og leitar svo svara/