Það skiptir ekki máli hvar ég er, því að hvert sem ég fer…
Þá á ég fokking pleisið…!
Og ef þú ákveður að þú, viljir fokka í mér…
Þá ríf ég af þér fokking feisið…!
Og ef þú tekur með þér, lítinn einkaher…
Þá út kemur fokking meisið…!
Og ef þú heldur að ég muni hlífa þér…
Þá er það ekki fokking keisið…!

Ég er hættulegur, samfélaginu…
Fokkings glæpamaður, sá besti í faginu…
Læstu inni börnin, og feldu frúnna…
Það er eina vörnin sem þú hefur núna…
Því ég er kominn til að eitra…
Fyrir þér og fá þig til að fá þér í feitann…
Haltu fyrir eyrun annars muntu kannski breytast…
Í mann eins og mig sem gerir ekkert nema reykja…
Útúrfreðinn allann daginn, úúúhhhhúú´, stórhættulegur…
Er ég illa gefinn eða klókur eins og refur…
Er ég fokking whack, eða illa efnilegur…
Er ég illa leikinn, eða geðveikt illa séður…
Eltur á röndum, af lögreglu og yfirvöldum…
Er furða að ég kjósi að búa í útlöndum…
Tekinn höndum í viku hverri…
Á meðan léku lausum hala menn helmingi verri…
Hvað er eiginlega að þessu kerfi…
Og hvernig, forgangsraða laganna verðir…
Eltast við mig, og hrekja mig úr landi…
Hvað er að, er ég orðinn einhver samfélagsvandi…
Fjandinn mar, ég hlít að vera orðinn fær…
Ef ég opna á mér munninn færast yfirvöldin nær…
Og þær sögðu það við mig beint út maður, fjandinn…
Löggurnar skipuðu mér að fara úr landi…

(en…)

Það skiptir ekki máli hvar ég er, því að hvert sem ég fer…
Þá á ég fokking pleisið…!
Og ef þú ákveður að þú, viljir fokka í mér…
Þá ríf ég af þér fokking feisið…!
Og ef þú tekur með þér, lítinn einkaher…
Þá út kemur fokking meisið…!
Og ef þú heldur að ég muni hlífa þér…
Þá er það ekki fokking keisið…!

Tekið af væntanlegri plötu Móra / Órökrétt framhald…
Any comments, bitches?