TÓNLEIKUM AFLÝST VEGNA HÖRMUNGANNA (13.09.01)
TÓNLEIKUM AFLÝST VEGNA HÖRMUNGANNA Í N.Y !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Ekkert verður af tónleikunum sem halda átti á Broadway núna á laugardaginn 15.sept, sökum atburðanna sem áttu sér stað í Bandaríkjunum í vikunni. Jungle Brothers eru sumir búsettir í N.Y og hafa afboðað alla tónleika sína erlendis eins og svo margir listamenn þarlendis. TIC umboðskrifstofan ásamt öllum þeim sem unnið hafa að komu Jungle Brothers hingað til lands sem og öllum þeim Íslensku listamönnum sem ætluðu að troða upp á Broadway um helgina, hafa komist að þeirri niðurstöðu að aflýsa verði allri dagskrá í skjóli þess sem gerst hefur. Jungle Brothers og umboðsmenn þeirra báðu fyrir kveðju til allra Íslendinga og segjast vonast til þess þeir fái tækifæri til að heimsækja Ísland í náinni þrátt fyrir allt. TIC vill nota tækifærið og þakka öllum er að verkefninu “Sýnum Lit !!” Gegn kynþáttafordómum hafa komið og veitt því stuðning!! ´Það mun koma í ljós á næstunni hvort aðrir tónleikar verði haldnir síðar……. Þeir sem hafa þegar keypt sér miða á tónleikana eru vinsamlegast beðnir um að snúa sér til JAPIS og fá miða sína endurgreidda.

Þá er það komið á hreinnt en live goes one eins og eitthver gaur sagði