Scarface Scarface fæddist Bradley Jordan í Houston Texas þann 9. nóvember árið 1970. Hann varð frægur fyrir að rappa með The Geto Boys, sem voru hann, Willie D og Bushwick Bill, Geto Boys voru vel þekktir fyrir ofbeldisfulla texta sína. Hann kom í Geto Boys þegar þeir voru að fara byrja á plötuni We Cant Be Stopped, og rappaði þá undir nafninu Asken. Svo eftir að hafa séð Scarface myndina breytti hann nafninu í Scarface því hann sagðist vera líku persónuni á svo margan hátt. árið 1991 gaf hann út sína fyrstu sóló plötu Mr. Scarface Is Back, seinna byrjuðu vinsældir hans að skyggja á Geto Boys. Hann fór þá frá þeim og gaf út 4 plötur en árið 2000 þegar hann gaf út plötuna The Last Of A Dying Breed sem fékk gífurlega góða dóma og vann hann Lyricist of the Year á source verðlaununum. Seinna gaf hann út The Fix árið 2002 og sameinaðist við sína fyrrum félaga Geto Boys fyrir þeirra seinustu plötu The Foundation.
Scarface hefur einnig unnið með mörgum frægum, eins og Tupac, Jay-Z, Ice Cube og mörgum öðrum, hann hefur líka gefið þrjár aðrar plötur út síðan The Fix, nýjasta platann hans kom út núna 2006 og heitir My Homies Part 2.
Ég vona bara að það komi meira frá þessum frábæra rappara.
Shh My Common Sense is Tingling