//Verse1//

Opnar augun,sér allt óskýrt, allt er í móðu/
Hafði aldrei gert þetta áður, hann hlaut að vera óður/
Smakkaði bara eina en samt er það nóg til að valda skaða/
Reikaði bara um í hugarheim en var samt ekki að rata/
hvert átti hann að fara, var hann orðinn blindur fyrir lífstíð/
Leið einsog hann væri í morðmáli og hlutverk hans er líkið/
Reynir að kalla á hjálp en gat samt varla andað/
ef hann hefði hugsað skýrt, hefði hann aldrei nokkurntíma smakkað/
Mun hann festast í fíkninni, aldrei sleppa úr leiknum/
Mun hann nokkurntíma finnast, mun hann sjást innanúr reyknum/
Hann reynir að hugsa um hvað gerðist, er hann kannski að dreyma/
Man ekki hvar hann var staddur, hann fann ekki lengur blóðið streyma/
Finnur fyrir vaxandi sársauka, eldurinn á leiðinni til-hans/
Mun hjálpin berast áður en hann lætur lífið vegna hitans/
Bíður aðeins lengur, þraukar með líftóruna í lágmarki/
Sjúkrabíllinn er kominn, nú er hann í veiklegu ástandi/
Vinurinn kemur að honum og hann er orðinn fölur/
finnur ekki fyrir puttunum , bara nístandi kvölum/
Hann er dreginn útúr húsinu og er farinn að sjá örlítið skýrar/
Vissi ekki enn hvar hann var staddur en vissi að hann myndi ekki týnast/
Komin útúr húsinu og er látinn í sjúkrabíl/
Lífið orðið alltof erfitt , ætti hann kannski að ljúka því?/

//Viðlag//

Horfir til himins og spáir hvort einhver horfir til baka/
Leiðin til himnaríkis er einföld en ekki allir sem að rata/
Biður bæna til Guðs um að láta þig ekki glatast/
Spyrð allskonar spurninga um lífið og leitar svo svara/

//Verse2//

Vaknar upp og finnur ekki fyrir fótum né höndum/
Reynir að tjá sig með orðum en á efitt með öndun/
Heyrir fjarlægar raddir en heyrir engin orð né neinar setningar/
Hljóðið fjarlægist og í staðinn koma þrumur og eldingar/
Heilinn fer á milljón og honum finnst hann vera að tapa allri orku/
Heyrnin er horfin og sjónin er öll orðin að þoku/
Fær martröð um heimili sitt og fjölskyldu, ein dóttir og kona/
Missir konuna í brunanum, dóttirinn hverfur eins og vofa/
Hann leitar og leitar en grípur bara í myrkrið/
Er hann orðinn geðveikur, búinn að missa vitið?/
Skyndilega blasir við honum birta og hvítt ljós/
Vegur til himnaríkis, samt svo ofsalega grýtt slóð/
Ætti hann að ganga áfram eða fara í öfuga átt/
Vildi ekki deyja heldur enda með kröftuga sál/
Var hans tími kominn, eða voru örlöginn önnur?/
Hann ákvað að snúa við og sjá hvort fjölskylda hans var örugg/
Hvítta ljósið dofnar og hann vaknar á litlu sjúkrahúsi/
Tengdur við allskonar tæki og liggjanndi í sjúkrarúmi/
Sér dóttur sína hlaupa til sín, og konuna á eftir/
Faðmar þau að sér og þakkar Guði fyrir gera þetta'ekki sinn endi/

//Viðlag//

Horfir til himins og spáir hvort einhver horfir til baka/
Leiðin til himnaríkis er einföld en ekki allir sem að rata/
Biður bæna til Guðs um að láta þig ekki glatast/
Spyrð allskonar spurninga um lífið og leitar svo svara/




ok einn texti eftir mig , smásaga um mann sem átti hús sem kviknaði í meðan hann var dópaður( ekki sönn saga)….kannski skrýtið topic en samt alveg til í góða gagnrýni;)