Rapparinn Snoop Dogg má ekki stíga fæti á breska grund það sem eftir er ævinnar eftir að hann og föruneyti hans létu ófriðlega á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í apríl s.l. Lætin hófust þegar Snoop og félögum var neitað um að fá að sitja á fyrsta farrými í þotu British Airways flugfélagsins. Til áfloga kom milli fylgdarliðs rapparans og lögregluþjóna og meiddust sjö lögreglumenn. Þar af brákaðist einn á hendi og nokkrir hlutu skurði.

Snoop fékk viðvörun frá lögreglu fyrir vikið og má ekki koma aftur til Bretlands þar sem hann hefur hlotið sektir í Bandaríkjunum fyrir að vera með skotvopn í fórum sínum og eiturlyf. Heimildarmaður breska tímaritsins People segir innanríkisráðuneytið taka hart á Snoop, sem heitir réttu nafni Calvin Broadus.



http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1201577;rss=1