Ég man, þegar ég var lítill, aðeins ellefu ára /
móðir mín var að gráta, og ég byrjaði að tárast /
ég var einn á báti, en ég var einsog fjögurru blaða smári /
amma mín var í dái, en samt grét ég gleðitári /
því amma mín sagði mér að ég ætti ekki að gráta þótt hún deyji /
en nú í dag, græt ég þegar ég hugsa um hennar leiði /
skil ekki af hverju hún þurfti að deyja, af hverju valdi Guð hana? /
og af hverju að deyja svona, heilablóðfall varð henni að bana /
blóð út um allt, allt var rauðara en fokkin rauðmagi /
allt var svo sárt, alveg ömurlegur dauðdagi /
en amma lifir í hjartanu mínu, og í minningum mínum /
ef Himnaríki er til, þá er amma þar, þarna upp í skýjum /
á hverju kvöldi finn ég fyrir faðmlögum hlýjum /
þetta gerist í bænum mínum og sama gerðist í kristinfræði tímum /

Reyndar er ég ekki alveg búinn með hann, en vildi fá smá álit.

Og já þið sem þekkið mig, plís ekki koma með eitthvað shit um að ég sé emo gaur og þetta sé of væmið og ég sé aumingi að skrifa um þetta eða eitthvað. Í þetta skipti, plís.

Og ekki koma með nein skítköst.