Ekki láta titilinn pirra ykkur hann er bara til þess að fanga athygli ykkar… svo er hann ekkert móðgandi, fólk má alveg kalla mig rokk nörd ef það vill:)

Ég er núna aðeins að byrja að stúdera rapp eða hip hop tónlist, ég hef rekið mig áfram á All Music Guide og orðið mér um slatta af 5 stjörnu plötunum þar, þessum sem eiga að vera mikilvægar.

Ég á mjög lítið af rapptónlist en á þó þetta

It takes a nation .. (Public enemy)
Fear of the black planet (Public enemy)
Amerikkas most wanted (Ice Cube)
The Chronic (Dr. Dre)
Enter the Wu-Tang (Wu-Tang-Clan)
Doggystyle (Snoop Doggy Dog)
Entroducing (DJ Shadow)
Things fall apart (Roots)
Phrenology (Roots)
The Cold vein (Cannibal Ox)
Clouddead (Clouddead)

Allt gott að mínu mati (sem vegur lítið miðað við að ég veit ekkert um Hip hop) en best af þessum plötum finnst mér vera Clouddead, allaveganna lang mest spennandi tónlistarlega séð. Rapptónlist sem samanstendur af tómlegum takti (sem breytist aldrei) og rappi heillar mig mjög takmarkað. Ég vill að það sé eitthvað að gerast í bakgrunni, einhver tilraunamennska, ég vill hip-hop þar sem flytjandinn hefur jafnan áhuga á tónlistinni og á að koma boðskapnum á framfæri.

Svo með hverju mælið þið sem eru vel inn í þessu.
Eitthvað noisy, jazzað dæmi takk fyrir:)

kv de