Er búinn að vera að hlusta síðustu daga á “Connected” með The Foreign Exchange.
The Foreign Exchange er dúó Phonte (Little Brother) og Nicolay, sem er hollenskur pródúser.
Ég var spenntur fyrir að heyra þessa plötu , enda mikill aðdáandi tónlistar Little Brother. Ég varð ekki fyrir vonbrigum, ótrúlega nett plata.
Flæðið hjá Phonte er mjög gott og svo eru viðlögin sungin með svipuðum stíl og á t.d. “The Listening”. Big Pooh kemur líka aðeins við sögu…
Nicolay er mjög fær í sínu fagi, skemmilega “smooth” stuff hjá honum.
Útkoman er mjög “laid back” hip hop, en það er það sem ég kann best að meta þessa dagana…
Bara til að nefna nokkur lög.. “The Answer”, “Nic's groove” (þetta hefði þess vegna getað verið á “The Listening”),“Happiness” og “All that your are” annars er alltaf best að tjekka á öllum bara:)