Halló!

Mikið er um útgáfur þessa dagana og má segja að íslenskt hip-hop sé aldeilis að sækja í sig veðrið, þrátt fyrir mikla rigning og hvasst rok. Í dag kom svo út enn annar diskurinn frá strákunum úr Studio 23 en fyrir þá sem þá ekki þekkja eru það Vald Wegan, StormCrow, Shape, Imagery, Fonetik Simbol, Sub K, Gun J, Week Works, Thundercats og Original Melody.
Diskurinn er fáanlegur í Nakta apanum, Smekkleysu og í Brim á Laugarveginum og í Kringlunni á aðeins 500kr. Einnig tel ég vert að taka það fram að engöngu voru framleidd 50 eintök svo ég mæli með því að þið tryggið ykkur eintak sem fyrst.

Studio23