Ungur snáði, óhræddur, galvaskur fór í réttirnar/
Sá þar margar kindur, en best leist á hestinn Dal/
Fékk að fara á bak honum, var hræddur en tók sénsinn þar/
Fyrst var þetta gaman, honum fannst alls ekki erfitt að/
stýra þessum fáki, en alltíeinu var ei gaman/
Hesturinn fékk kast og trylltur fór að hlaupa af stað/
stráksi þá sat skelkaður, en skyndilega fór að hallast/
eitthvað skrítið var á seyði, stráksi fór að falla/
kom í ljós að ekki allir kunnað festa hnakka/
stráksi féll og féll þangað til hann fékk skell harðan/
fann svo fyrir sársauka en ekki eftir fallið sjálft/
á læri stráksa Dalur steig, og vá, hvað það var sárt/
10 ára drengurinn við þessu frekar illa brást/
shit ég hef aldrei heyrt krakka orga svona hátt/
í þessu er fólgin dæmisaga, vona að þið hafið skilið hana/
hestar eru djöflar og munu verðokkur að bana/



Samdi þetta þegar vinur minn benti mér á hvað það væri ó-hiphop að semja rímu um hest. Ekki það besta en maður reynir.