Halló, ég heiti Darri Rafn og mig langar að læra á lífið. Eitt sem ég skil ekki og ætla ég að tala um það hér. Ég er ekki að reyna fá milljón svör eins og til dæmis korkurinn/greinin sem ‘megadeathfan’ gerði eitt sinn, mig langar að skilja.
Í dag var ég kallaður “negrafóður” í skólanum…hvað í fjandanum á það að þýða?? En ég gaf því engan gaum og svaraði ekki fullum hálsi. Ókei, ég hef sennilega verið í tónlistarumræð… ég meina tónlistarrökræðum síðan ég byrjaði að hlusta á hip hop. Kannski er það eðlilegt, er eðlilegt að það sé svona mikil rifrildi milli tónlistarstefna? Ég hef verið kallaður nánast allt, og svara eiginlega alltaf. Ég man ekki eftir að ég hafi labbað upp að einhverjum að fyrra bragði og kallaði hann nöfnum eins og “goth”, “rokkaraógeð” eða eitthvað álíka frábært sem mér dettur í hug. Af hverju eru þeir sem hlusta á rokk og kannski eitthvað annað svona bitrir og fordómafullir? Af hverju draga þeir kynþætti inn í þetta? Voru það ekki til dæmis svartir sem fundu upp rokk? Jú, og ekki reyna halda fram öðru. Ég veit að það eru margir rokkarar sem skoða þessa síðu og hafa oft reynt að pósta rugli og eyðileggja hana. Það þykir mér leiðinlegt, og mjög niðurlægjandi… fyrir þá. Ég hef ekkert á móti rokki, ég hlusta ekki á það og þannig er það bara. Mér finnst svona goth-rokk ekki mjög spennandi og hlusta þess vegna á annað. En þið sjáið mig ekki vera kalla alla öllu illu. Byrjaði þetta kannski þegar Mínus forsprakkinn sagði “Rapp er stytting á crap” ?. Byrjaði þetta kannski þegar Bent & 7Berg gerðu lagið “Má Ég Sparka?” ? Eða byrjaði þetta löngu fyrir það? Ég skrifaði 3 blaðsíðna ritgerð um ímynd hip hops einu sinni, en því miður er hún týnd. Ímynd hip hops er í fokki finnst mér. Allt hip hop snýst ekki um “booty-shakin”, “bling-bling”, flottustu bílana né hver rænir hvern. Einn hápunktur lífs míns (segjum það) er þegar ég fékk harðan rokkara til að víkka sjóndeilarhringinn og hlusta á RJD2. Hann fór að hlusta á “gott-hip hop”. Hann varði meira segja hip hop, gegn vini sínum sem var að tala um hve Mötley Crue væru betri en allt rapp. Ótrúlegt, einn harðasti rokk-maður sem ég vissi um. Takið KoRn ykkur sem fyrirmynd og verðið þið vinir rappara.


Allavegana er þetta orðið gott, og vonandi fæ ég svör þar sem menn halda ró sinni og koma með alvöru rök,

Takk kærlega fyrir að lesa ef þú gerðir það,

Darri