Ég sendi inn skoðanakönnun um daginn en bara nenni ekki að bíða eftir því hvort hún kemst inn eða ekki. Ég ætlaði bara að tékka á því hvort fólk hefði almennt á huga á því að það yrði haldið íslenskt “battle of the MC's” ?
Það er náttla soldið erfitt vegna þess að sumir rappa á ensku en aðrir á íslensku, en það væri kannski hægt að skipta keppendum í flokka eftir því á hvaða máli þeir ríma.
Svo er það náttla alltaf spurning hver á að dæma….en ef það er verið að ríma á íslensku þá náttla gengur ekki að hafa erlendan dómara eins og gefur að skilja :)
Þá er líka spurning hvort menn ættu að fara head-2-head (sem er náttla miklu meira cool) eða bara að allir tækju eina ríma á mann…sem er náttla ekki eins spennandi en alveg hægt líka.

…ég var bara að pæla í þessu (ásamt Robba) sona til tilbreytingar frá þessum fjölmörgu plötusnúðakeppnum sem hafa verið síðustu ár.

…er þetta eitthvað sem hip hop hausar á Íslandi vilja sjá?

peace,

Finga