Skellti mér á þennan disk núna um daginn og sé ekki eftir því. Án efa eitt það besta sem árið 2005 hefur getið af sér.

J-Live hefur virkilega góð tök á flæði og texta (gaurinn var náttla ensku kennari!), ég er samt ekki viss um að “pródúseringin” henti hans stíl, og þó…

Sterkustu lögin eru að mínu mati:

“The Sidewalks” mjög töff lag með dimmum takti og flottum synth.

“Audio Visual” þarna notar hann einnig synthinn óspart og tekst vel upp.

“Whoever” skemmtilegt latino mix í gangi í þessu lagi.

“Brooklyn Public, pt. 1” mjög flottur texti(ádeila á skólakerfið í New York) og hresst píanó loop.

og að lokum “Firewater” sem er mitt uppáhaldslag á disknum, flottur bassataktur og viðlagið er öflugt.

Flott plata en ekki það besta sem J-Live hefur gert…