allt sem við eigum, sjáum og gerum
megum við um efast og hvað við erum
getum ekki neitað því að því gætum ekki lifað
í þeirri blekkingu sem Matrix á klifar
en tíminn heldur áfram og klukkan tifar
og ég held minni för áfram upp þessa stiga
spurningin glymur, kemst ég til himna
væri loksins gott honum guði að kynnast
kemst þá kannski að örlögum hinna
og mun spyrja þess hvenær öllu mun linna
kannski mun ég einhver svör finna
áður en í höfði mér mun dimma
er það sem ég sé raunveruleikinn?
get ég treyst því sem mér segir heilinn?
er hægt að öðlast þekkingu um heiminn í lífinu?
er hægt að treysta mannanna vísindum?
ég er ekki viss og leita því svara
hvert á ég að fara, á ég djúpt að kafa?
er svör að hafa sem ekki er búið að laga?
hver er mannsins saga, hver er okkar gata?
því sem við öðlumst megum við ei glata
en við hundsum aðra, af gömlum vana
og hvað verður um þá sem fyrr bíða bana?
flestum er þó sama og hugsa um sína daga
hver er þessi orka, mér um augu sortnar
allt sem við áttum, mun okkur skorta
ég næ ekki áttum, ég er að brotna
næ ekki táknum, fáfróður oftast