Leiðinlegar fréttir fyrir þá sem voru búnir að kaupa miða til Kaupmannahafnar aðeins til að fá að sjá Eminem á sviðinu, hann hefur ákveðið að droppa úr túrnum.
Frá þessu greinir allhiphop.com hér: Eminem Calls Off European Tour

Segist maðurinn þjást af veikindum og þreytu og ekki geta klárað það sem hann byrjaði. Spurning hvort Fitty taki við sem aðal stjarna ferðarinnar sem að mínu mati er breyting til hins verra. Ég veit að nú mun ég hætta við að fara á þessa tónleika í Kaupmannahöfn þar sem mig langaði aðeins til að sjá Em á sviðinu, ekki Fitty og G-Unit þar sem ég hef þegar fengið að sjá þá.

Hvað finnst ykkur um þetta mál?