Hiphop á Menningarnótt
Laugardaginn 20.ágúst mun Menningarnótt Reykjavíkurborgar verða haldin. Eins og síðustu ár, mun TFA halda Hiphop viðburð sem að þessu sinni verður í bílastæðaporti á Hverfisgötu 30. Þar verða tónleikar um daginn með helling af upprennandi hljómsveitum og svo aðrir tónleikar um kvöldið með mörgum af þekktustu hljómsveitunum. Veggur í portinu verður svo málaður af nokkrum færustu Graffiti-listamönnum landsins.
Fylgist með á síðunni fyrir nánari upplýsingar.
Tekið af “www.hiphop.is”