hiphop er ekki dautt, það er að vakna.
Íslendingar farnir að semja meira og meira,
farnir að gefa út meira og leyfa fleirum að heyra
og af nógu er að taka á þessum sveitta klaka,
útnára - sem við búum á, sem á alheimskortinu er eins og lítið strá,
þessvegna verðum við að standa saman og reprisenta ísland eins og björk
verðum þjóðarinnar hetjur, eins og jóhanna af örk.
var dýrkuð meðan hún lifði og var tekin af lífi,
dæmd til saka fyrir að guðlasta en enn í dag eru menn að blasta
sögur af henni, merkileg heitum og vinningum.
og allt útaf minningum sem einhver lagði í bók.
og orð af orði hver maður tók hennar hetjudáðir
og í sig gleypti og trúði og vildi ekki neita
að hún hafi hitt þann sem guð má heita.
og eru menn enn að leita, að fleiri sönnunum um að guð sé að finna.
og enn fleiri könnunum fyrir fólki er verið að kynna
“trúir þú á guð” nei já - já nei fokk you, I dont care,
guð er bara skáldskapur eða heilagur sannleikur, flestum orðið sama,
en samt trúa allir að þessi litla dama, hún jóhanna hafi talað við guð.
guð skipað henni fyrir og leitt hana til dáða og sigra.
en samt er kallað þá digra sem boða orð um veru guðs
og að á himninum sé hitt heilaga ríki og niðri sé hitt volduga sýki,
synda og glataðra sála, og eldur heitra og stórra bála.
hversur miklar líkur eru á að guð sé að finna?
og hvort við komust nokkuð til hinna, sem við höfum misst, þeirra sem við elskuðum,
og okkur við helguðum okkar sálu, og lofuðum að gæta og varðveita
og algjörlega afneita að eitthvað fyrir þau hendi,
en hvers vegna er það ég sem að lendi,
í að missa þann sem skipti mig máli,
er það guð að grínast í mér eða var þetta tilviljun?
meðan er biblían seld í milljónum eintaka um allan heim,
kölluð orð guðs og yfirleitt ætluð þeim sem þurfa eitthvað til að styðja sig við,
ætluð fáfróðum til að skilja, og yfir sorgir að hylja, og segir að allt verði í lagi,
því þegar okkar tími kemur þá er eins og aðeins litlu sagi af tíma hafi verið eytt frá ástvinum,
og allt verði betra móðir faðmar að sér sínum börnum eins og það hafi verið í gær sem þau kvöddust,
þó hér á jörðu hafi börnin orðið hvað söddust á biðinni, endalausri óvissu og fengið nóg af kliðunni sem fylgdi að missa móður,
allt fór á hvolf og föður þeirra varð óður, fékk nóg skar sig á háls til að hitta konu sína sem fyrst, en samkvæmt biblíunni, þá hafa þau ekki hist,
þarsem sjálfsmorð er synd og í forgarð helvítis þú ert sendur,
og þar þú á þínum fótum stendur, einn og einmana og alveg yfir sín miður,
þar til þú verður sendur beinustu leið niður.
en hvað ef biblían er bara argasta þvæla?
og islam er rétta trúin þar sem konur megar varla æla, án þess að fá sína refsingu.
svipuhögg í bakið og vefja sig um í lakið og hylja sem mest af sínum líkama.
held þeim líði best sem er alveg nett sama,
um hvað þá verður eftir sinn dag.
og sama hvort allt komist í lag,
vilja bara lífinu sinna,
og á sjálfa sig þeir reyna að minna,
allt það góða sem þeir eiga af minningum um þá látnu.