hérna er smá ríma sem ég samdi um daginn.

hafið samt í huga að ég er sjálfur nýliði í þessu, ekki búast við neinu merkilegu.

Rappið það krefst hæfileika en þeir eiga ekki möguleika
En ég er ekki mættur hér bara til að stæra mig
Svo að ekki fara að dissa mig núbbann og reyna þannig að særa mig
Kannski fer fyrir mér eins og flestum að ég þarf loks að færa mig
Því ég veit vel að núbbar þeir kunna ekki rassgat
Telja sig besta en hafa einfaldlega of mikið hassað
Með ömurlegar rímur og takta sem ekki passa
Talandi um eigin verðleika og kosti
Í öllum bænum þið lifið ekki af ef það kemur frostið
Reynandi að hósta upp fleiri nýjum lögum
En lögin eru uppfull af öllum sömu sögum
Fólk má svo sem byrja að semja en einhvern tímann stoppum við
því plötufyrirtæki segja stopp; ef við höldum áfram floppum við
Að lokum vil ég segja það að ég er ekki viss um að
Að góðu rappararnir sér finni góðan stað
Auglýsingapopprapp og alls konar viðbjóður
Fyllir alla fjölmiðla og virkar því sem áróður
ef allir vilja vera 50 cent mun rappið deyja
ef ykkur finnst það er betra bara að þegja
eða fara að hlusta á það sem pro-arnir segja
það ætla ég að gera, vona að þið gerið það líka
annars á rapp sér enga framtíð sem slíka

takk fyrir mig.