innbyrt reiði, barsmíðar og andlegt ofbeldi/
er eitthvað sem ég ólst upp við, öllum fokkinn sama um mig/
gat aldrei sannað mig, var lagður í einelti/
gat aldrei varið mig, hélt illa í mannorðið/
andlega bældur, líkaminn einn stór marblettur/
laminn af jafnöldrum, laminn af foreldrum/
stóð mig illa í skóla og öllum alveg skítsama/
samdi rímur daglega,reyndi að leita mér aðstoðar/
fólk tók illa á móti mér, hvert sem ég fór/
ég brotnaði alltaf niður en það bara hló/
sálfræðingar dugð´ekki, ekki jafnvel eftir 20 ár/
nú stend ég á krossgötum og felli nokkur hundruð tár/