Ég er ekki að reyna að byrja einhverjar leiðinlegar rasisma umræðu en er ekki rasismi að verða frekar áberandi á hip hop-i núna. Mos Def (Black on both sides) var eitthvað að dissa “hvítt fólk” í einhverju lagi á plötunni sinni. Og svo eru Dead Prez alltaf með einhver skot, nú nýverið í Sharp Shooters –> “The white man came to africa with rifles and bibles”. Það eru allt aðrar kynslóðir á jörðinni núna svo er nauðsynlegt að vera með svona komment. Það voru ekki allir hvítir menn sem hnepptu indíána og afríkubúa í þrældóm, það voru sánverjar og englendingar. svo tóku nýlendubúar n-ameríku við. Svo hef ég heyrt marga láta út úr sér að hip hop sé tónlistarstefna sem svartir menn “eiga”. Eru þá High and Mighty, Ill Bill, Eminem og Magze ekki hip hop ?
jamms