Tekið beint af Frettir.HipHop.is:

'Flestir vita eflaust af hinum eldheitum erjum sem hafa verið í gangi milli
G-unit foringjans 50 cents og félaga hans Game. Þeir sem hafa áhuga á að vita hvernig erjurnar byrjuðu geta lesið sér til um þau mál í eldri fréttum hér á síðunni. Sumir hafa þó efast um að um raunverulegan ágreining
hafi verið að ræða og haldið því fram að þetta væri einungis sölubrella þar sem önnur plata 50 cents, The Massacre, kom einmitt út á meðan þetta beef stóð sem hæst. En svo kom að því núna í gær að þessir piltar héldu
saman blaðamannafund þar sem þeir lýstu því yfir að þeir ætluðu að sættast því þeir vildu sýna gott fordæmi.
Ásamt því að koma báðir með yfirlýsingu um að þetta yrði eitthvað sem þeir munu leysa í sameiningu þá gáfu þeir ávísanir með þónokkrum núllum til styrktar Drengjakór Harlem.'


Sölutrick eða hvað? Ég er nokkuð viss um það.
Og síðan vil ég benda fólki á að kíkja oftar á undra góðu síðuna, Frettir.HipHop.is!