Vaknar upp, það er mánudagur.. þreyttur eftir helgina
Alveg staurblankur.. hreinlega bráðvantar peninga
Þarf að fara í skólann.. því hann þarf að klára tíunda
Hugsar: “þú getur alveg höndlað þessa 5 daga vikunnar”
Alveg að verða brjálaður á þessum bæ.. hann er alveg að bilast
En þetta er ekkert fyrir hann því vikan er bara rétt að byrja
Búinn í skólanum.. fer að hlusta á Atmosphere.. goðin hans
Og hugsar: “eftir tíunda bekk… flyt ég strax í borgina”
Hann sest síðan við tölvuna… fer að malla eitthvað bít
Hann reynir að þróa sig sem tónlistarmann og skapa eitthvað nýtt
En þarf svo að fara að læra heima… og fer síðan á netið
Þarf að komast í bæinn en vantar fokkin pening…

Miðvikudagur… vaknar dauðþreyttur og reynir að ná áttum
Alveg að tapa því.. en vikan er rétt hálfnuð
Hann tjékkar á stundaskránni… nennir allsekki í skólann
Skólasund í fyrsta tíma.. hugsar: “fjandinn!” og skrópar
Þolir ekki fólkið.. það er endalaust að pirra hann
Hann er strax farinn að efa það sem hann sagði við sjálfann sig í fyrradag
Þessi skóladagur búinn.. hann er dauðþreyttur og fer að sofa
Mamma hans vekur hann um sjöleitið.. kominn tími til að borða
Fær sér að éta.. þakkar fyrir matinn.. svo fer hann að læra heima
Frekar lítið að læra.. fer svo bara út að gera eitthvað
Hann er í feitum fíling og allir eru fjandi ferskir
Fer svo heim að sofa og endurtekur það sama daginn eftir.

Nú er kominn föstudagur.. hann er alveg að þrauka
En það er ekki shit að gera.. dead boring hér að austan
Hann bara þolir þetta ekki.. hann fokkin hatar þetta
En huggar sig við það að á morgun þarf hann ekki að vakna snemma
En hann fer núna í skólann… leiðist feitt í tíma
Spyr: “afhverju í fjandanum er tíminn svona lengi að líða”
Fer í matarhlé og fer aftur í tíma.. honum leiðist
Hér er mínúta: klukkutími… klukkutími: eylífð
Er í lífsleikni… þetta er fásinna fyrir fávita
Tímanum fer að ljúka…… eftir hálftíma
Tíminn líður.. tíminn búinn.. hann er að verða brjálaður
Hann er kominn í helgarfrí.. hann yfir sig ánægður.

Það er laugardagur.. loksins fær hann að sofa út
Vaknar klukkan svona þrjú.. funky ferskur, voða cool
Hann skellir sér í sturtu… kemur út ennþá hressari
Nýtur frelsisins… því hann er kominn í fokkin helgarfrí
Skreppur svo út… fer út á sjoppu og fær sér að borða
Chillar með vinum sínum.. ekki ferskastur? Fokk það!
Tíminn líður… það er orðið frekar áliðið
Hann á vini.. en vill frekar eyða tíma með ástinni
Þegar hann kemur heim sofnar hann fyrir framan sjónvarpið
Og gerir ekki shit á morgun… svona er vikan hjá Jóa Wiz…
Já, hann er kominn heim… sofnar fyrir framan sjónvarpið
Og gerir ekki shit á morgun… svona er vikan hjá Jóa Wiz…

comment eru vel þegin…
“enginn veit hvað hann hefur átt fyrr en það er glatað